3.9.2009 | 00:09
Ávarp borgara
Kæru borgarar. Við stöndum hér og getum ekki annað. Við sem viljum tilheyra Borgarahreyfingunni erum skyndilega orðin vegalaus og ráðvillt í þeim darraðardansi lélegra samskipta og samskiptaleysis félaga, stjórnarmanna og þingmanna hreyfingarinnar.
Fyrir kosningar var lagt af stað í nokkrum flýti með framboð sem hafði að markmiði að koma þjóðinni á þing í þeim tilgangi að koma einföldum stefnumálum í framkvæmd.
Stefnuskráin var kynnt og fékk strax hljómgrunn meðal kjósenda. Borgarahreyfingin hugðist standa fyrir breytingum. Þessar breytingar áttu að miða að því að reisa nýtt lýðveldi upp úr öskustó hrunsins, leggja niður flokksræði, ráðherraræði og koma á fót virkara lýðræði. Færa valdið til fólksins, breyta stjórnskipan á Íslandi, rannsaka bankahrunið sem sakamál, semja um Icesave, færa vísitölu verðtryggingar aftur til janúar 2008, fara í aðildarviðræður við ESB og láta þjóðina síðan kjósa um samninginn. Fjölmargt annað var á stefnuskránni eins og t.d. að fækka þingmönnum, uppræta spillingu og innleiða pólitíska ábyrgð, svo fátt eitt sé nefnt.
Þegar kemur í ljós að Borgarahreyfingin fær fjóra þingmenn kjörna þá fer nú vindurinn heldur að blása úr annarri átt.
Borgarahreyfingin var alls ekki stofnuð með það fyrir augum að koma ákveðnum einstaklingum á þing heldur var meiningin að skapa brú fyrir þjóðina á þing og þeir sem settust á löggjafasamkunduna mundu koma stefnumálum hreyfingarinnar í framkvæmd.
Grasrótin átti síðan að tryggja þingmönnunum bakland og vinna ötullega að því að smíða frumvörp og vinna hugmyndir í anda Borgarahreyfingarinnar til að koma á þeim breytingum sem kjósendur voru að kalla eftir þegar þeir kusu hana.
Ekkert af þessu hefur gengið eftir. Stjórn og þinghópur hafa ekki getað unnið saman, þinghópurinn er klofinn og almennir félagar skiptast nú í fylkingar og upp er komin valdabarátta eins og við þekkjum hana úr öðrum hefðbundnum stjórnmálaflokkum.
Við ætluðum að koma fram með stjórnmálahreyfingu sem starfaði öðruvísi. Hreyfingu sem væri valkostur í andstöðu við fjórflokkinn. Aflið sem átti að færa valdið til fólksins er orðið að einstaklingum sem slást um að vera í kastljósi fjölmiðla, gefandi út yfirlýsingar um eitthvað sem varðar á engan hátt stefnumál Borgarahreyfingarinnar.
Við vorum tilneydd að stofna ,,stjórnmálaflokk þegar við fórum í framboð því öðruvísi var því ekki fyrir komið eins og reglurnar eru á Íslandi. Við verðum því að horfast í augu við það þótt við viljum ekki kalla okkur ,,flokk þá er hreyfingin í eðli sínu ekkert annað en stjórnmálaflokkur. Sem slík verður Borgarahreyfingin að vera lýðræðisleg á sama hátt og aðrir stjórnmálaflokkar og þá er ekki nema eðlilegt að upp komi sú staða að einhverjir vilji taka málin í sínar hendur og koma hreyfingunni aftur á þann stað sem hún var fyrir kosningar þó ekki væri nema til að ná aftur trúverðugleika og senda félögum sínum og kjósendum sínum skilaboð að Borgarahreyfingin sé lifandi stjórnmálaafl sem ætlar sér að breyta samfélaginu í átt til betra lýðræðis, réttlætis, bættra stjórnarhátta og gagnsæis og heiðarleika í íslenskri stjórnsýslu og alls staðar á Íslandi.
Ég minni á nauðsyn þess að leggja niður verðtryggingu.
Kv.
Valgeir Skagfjörð, borgari
Athugasemdir
Það fylgir því skömm að hafa stutt þetta pakk á þing. Ég hélt að þarna væri komið fólk sem hægt færi að kjósa og leggja af þá yðju að skila inn auðum atkvæðaseðlum en......... Fari þau norður og niður!!!!!!
Jóhann Harðarson (IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 09:50
Góður Valgeir. Til hamingju með hópinn sem þú tilheyrir og ætlar að bjóða sig fram til stjórnar.
Kannski er enn von.
Jenný Anna Baldursdóttir, 3.9.2009 kl. 09:56
Já það er auðvelt að sitja og dæma þegar maður tekur ekki þátt í leiknum sjálfum.
Nú skrifa ég sem enginn kjósandi Borgarahreyfingarinnar heldur hef ég fylgst með ykkur úr fjarlægð. En staðið hef ég mótmælin fyrir utan Alþingishúsið og fylgst náið með því sem er að gerast þar inni og ég segi þér það að sjaldan hafa þingmenn setið undir jafn mikilli pressu og inn í þessu húsi í sumar. Ég væri reyndar hissa á ef sumir væru ekki bara farnir yfir um til langframa.
Og þetta á við um alla þingmenn í öllum flokkum sem tekið hafa starf sitt alvarlega.
Í sumar glímdi þjóðin við eitt stæðsta deilumál síðari tíma. Framtíð og nútíð landsins var svört, það átti að samþykkja samninga óbreytta sem hefði getað skapað þessari þjóð ómetanlegu tjóni og fyrst og fremst átti að keyra þá slíka í gegn til þess að ógna ekki aðildarviðræðum Íslands við ESB.
Í svona tilvikum á ekki að skipta neinu máli hvort að við viljum aðildarviðræður eða ekki, í svona tilviki verður sú skoðun að víkja, sérstaklega ef það ógnar öryggi landsins og heill.
Það voru það sem 3 þingmenn Borgarahreyfingarinnar gerðu. Loksins þá fylgdu þingmenn sannfæringu sinni í stað þrýstings frá sínu eigin stjórnmálaafli/yfirmönnum vegna þess að þau sáu sig nauðbeygða til þess.
Mér finnst þau mega hljóta aðdáun fyrir. Þetta var huguð aðgerð til þess að reyna eftir fremsta megni að bjarga þessari þjóð.
Þrátt fyrir að vera útkeyrð en það er einmitt þá sem erfiðast er að fylgja sannfæringu sinni.
Að dæma þau fyrir það þó að þið séuð ekki sammála er hneisa. Þið eruð nákvæmlega að skamma þingmennina þrjá fyrir að fylgja sinni eigin sannfæringu. Það er þversögn og þið mættuð vel athuga ykkar gang. Markmið ykkar eru háleit, vonandi að ykkur gangi svo vel i framtíðinni.
Kveðja
Björg F. Elíasdóttir
Mér finnst
Björg F (IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 10:18
Mæli með að varaþingmenn verði notaðir sem brúarsmiðir milli grasrótar og þingmanna og búnir verði til bakhópar á bak við fastanefndir þingsins þar sem hægt er að nýta krafta grasrótarinnar og taka ræða málin sem þarf að taka afstöðu til innan hreyfingar áður en kemur að því að þingmennirnir þurfa að taka sína afstöðu.
Þingmenn þeir sem hafa viljað standa fyrir breytingar á þessu þingi hafa ekki notið til fulls þess stuðnings og vinnuaðstoðar frá grasrótinni og hefði verið æskilegt og einhverskonar skipulag á samvinnu þinghóps og grasrótar er nauðsynleg ef á að gera sér von um betri niðurstöðu en varð í sumar.
Gangi ykkur vel!
Héðinn Björnsson, 3.9.2009 kl. 10:18
Ég hitti þig Valgeir, á Austurvelli í vor lýsti yfir efasemdum mínum um það að stofna flokk til höfuðs flokkunum...efasemdum um að eina leiðin til að hafa áhrif á vitleysuna sé að taka þátt í henni...og ég verð að segja að ég sé ekki betur en ég hafi haft rétt fyrir mér.
En gangi ykkur vel að koma þjóðinni á þing, sérðu það enn fyrir þér, eða er gamla fulltrúa-lýðræðisbullið nógu gott?
Haraldur Davíðsson, 3.9.2009 kl. 12:07
"Ég minni á nauðsyn þess að leggja niður verðtryggingu." - burtséð frá öllu hinu sem í greininni stendur því þar er ég ekki innanbúðarmaður þá tek ég undir þessi niðurlagsorð.
Gísli Ingvarsson, 3.9.2009 kl. 13:36
Ágæti samborgari, ég er sammála þér í flestu hér. Ég held að þessi tilraun hafi verið tilraunarinnar virði og nauðsynleg. Ég lít svo að við sem tókum þátt í þessu höfum lært mikið af tilrauninni og persónulega gæti ég hugsað mér að byrja aftur frá byrjun með betri undirbúningi ef ekki tekst að koma ænunni á réttan kjöl.
Sævar Finnbogason, 3.9.2009 kl. 16:22
En má ekki segja að þjóðin hafi einmitt komist á þing?
Er ekki þverskurðurinn akkúrat eins og lýsti sér í atkvæðagreiðslunni um ESB umsóknina:
1 sagði já, semsagt, hlýða stefnu flokksins (1 af 4 eru 25% sem er svipað og fylgi Sjálfstæðisflokksins, sem er þekktur fyrir að fylgja stefnunni óháð eigin sannfæringu). Það er því vel við hæfi að 25% þingmanna hreyfingarinnar geri það.
3 voru til í að selja atkvæðið sitt ef annað mál fengi aðra afgreiðslu. Er það ekki akkúrat eins og restin af þjóðinni? Stór hluti af henni spyr pólitíkusa þá einu spurningu "Hvað græði ég á þessu?".
Má því ekki segja að hreyfingin hafi nú þegar komið þjóðinni á þing?
w00t (IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 16:27
Þetta er góður pistill heiðarlegur og einlægur eins og við er að búast af þér. Eðlilegt að heiðarlegt forustufólk úr Borgarahreyfingunni velti þessu fyrir sér með þeim hætti sem þú gerir. Gæti verið að vandinn sé sá að fólk kom hvert úr sinni áttinni og ekki gafst tækifæri til að móta stefnuna, slípa fólk saman og velja forustufólk sem er til forustu fallið og getur staðið undir réttmætum væntingum.
Jón Magnússon, 3.9.2009 kl. 17:03
Almáttugur, Valli - þessi síðasta athugasemd: Afskaplega þætti mér vænt um að þú myndir, fyrir eigin hönd og "blokkarinnar", sem þú hefur kynnt í síðustu færslu þinni, lýsa því yfir að hvorki Jón Magnússon né aðrir öfgafullir FF-menn séu eða verði á meðal ykkar skjólstæðinga.
Friðrik Þór Guðmundsson, 3.9.2009 kl. 18:50
Ég tek undir með Björgu F Elíasdóttur, það er einmitt hópurinn sem þú tilheyrir Valgeir sem vildi flokksræðið þið ætluðuð að stjórna þingmönnunum og það bara getur ekki gengið, þið ætluðust til að þau gengu eins hálvitar í atkvæðagreiðslu eftir SMSum frá ykkur, þau kusu samkvæmt samvisku og sannfæringu sinni eins og þau áttu að gera Valgeir eftir að hafa séð hlutina á annan hátt enn áður og þau hafa þegar útskýrt þetta ásættanlega.
Þegar fók ætlar að ana áfram á annars kostnað með óþolinmæði og frekju verður lítið úr verki Valgeir, BH þarf meiri tíma það eru aðeins nokkrar vinnuvikur frá kosningum þar sem þingmönnum var haldið nánast í gíslingu í þingsal og málin einungis tvö og hvernig þau stóðu sig í Icesave málinu virðist þið ekki vita, sortnaði ykkur svo fyrir augum af frekju vegna ESB málsins að þið tókuð aldrei eftir því hvernig þau stóðu sig þar? En nokkrar vikur er ekki langur tími til afreka þeirra sem stefnuskrá BH boðar, þið ætlist þó ekki til að þau séu með mótmælaspjöld og eintóma óhlýðni í þingsal og heimti bara og heimti að hinu og þessu verði breytt og það núna eða strax.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 3.9.2009 kl. 18:51
Er í öllu sammála því sem Högni segir. Hvernig áttu þingmenn að koma að þeim málefnum sem þú nefnir í pistlinum þínum? Þau voru ekki á dagskrá! Hvorki grasrót, stjórn né þingflokkur stjórnar dagskrá alþingis.
Eftir að lesa þennan pistil er ég orðin þeirrar skoðunar að með þessu fari endanlega öll tiltrú á hreyfinguna útí vindinn. BH fékk 4 menn á þing - þetta fólk stóð sig allt vel á einmitt þann hátt sem þingmenn eiga að gera. Taka þátt, fylgjast með og taka upplýst atkvæði útfrá eigin sannfæringu.
Ef allir þingmenn gerðu það - þá fyrst væri lýðræði!
Ef allir þingmenn hvikuðu engu frá stefnu og stjórn - aldrei - þá væri engin þörf fyrir stjórnarafstöðu. Stjórnin mundi ALLTAF ráða.
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 3.9.2009 kl. 20:11
Kúnstug þessi FF samsæriskenning sem Friðriki Þór er hugleikin. Ég get tekið ómakið af Valgeiri og sagt þér hreinskilnislega að þetta fólk sem ákvað að kynna framboð sitt til stjórnar sameiginlega var allt í Borgarahreyfingunni fyrir kosningar. Ég get svo sagt fyrir mig að ég á engan skjólstæðing úr Frjálslynda flokknum og hef ekki verið var við neina slíka í tengslum við þessa sameiginlegu tilkynningu okkar.
Jón Magnússon hef ég aldrei séð eða hitt. Við áttum reyndar nokkur samskipti hér á blogginu á sínum tíma og satt að segja þá lágu skoðanir okkar nafna míns ekki saman í pólitík, að ekki sé nú talað um innflytjendamálin.
Það er misskilningur hjá þér Högni ef þú heldur að einhver okkar 12 menninga haldi að þingmenn eigi ekki að fara eftir eigin sannfæringu. En hjá góðum stjórnmálamanni og í lýðræðislegum stjórnmálaöflum þá mótast sannfæringin í samskiptum við hinn almenna flokksmann. Ekki ósvipað og í góðu hjónabandi eða bara í mannlegum samskiptum almennt. Á endanum er það þó alltaf þingmaðurinn sjálfur sem stendur og fellur með sinni afstöðu og sannfæringu. En pólitísk hrossakaup hafa aldrei þótt góð pólitík eða að reyna að stunda viðskipti með sannfæringu sína.
En ég held að það sé komið nóg af leiðindum og neikvæðni í þessari hreyfingu. Reynum nú að horfa björtum augum til framtíðar, þó auðvitað þurfi einnig að ræða og gera upp fortíðina.
Jón Kristófer Arnarson, 3.9.2009 kl. 20:18
Ég skil ekki hvernig fólkið sem stóð að Borgarahreyfingunni gat ímyndað sér að hún yrði stjórnmálaafl hafandi eiginlega enga stefnu sem hægt væri að treysta á. Eini raunverulegi samnefnarinn var óánægja með ástand mála eftir hrunið en hins vegar engar vitrænar tillögur að lausnum fyrir fólkið. Þetta gat gengið á því augnabliki sem fólk er eiginlega til í hvað sem er á valdi óánægjunnar en fjaraði út um leið og gera á einhverja staðfasta og heilbrigða stefnuskrá. Þá kom sundurlyndið í ljós
Ég hef svo sem gengið með þingmann í maganum. Mætti meira að segja á fund í Iðnó til að kynna mér málin, jafnvel lagði fram spurningar, en komst að raun um að það væri ekki einu sinni fórnandi þingmannsdraum mínum í þetta dæmi. Þrátt fyrir allt kaus ég hreyfinguna vitandi allan tímann að þetta væri neikvætt atkvæði. Mér til armæðu gleymdi ég að strika Þráinn út af mínum lista.
Það er ekki hægt að halda úti stjórnmálaafli eða flokki sem nærist bara á óánægju, það þarf miklu meira til.
Haukur Nikulásson, 3.9.2009 kl. 20:29
Minni á blogfærslu mína. "Upplýsingaöldin er runnin upp.... undir fjósbitanum.
Bkv..... til ykkar allra. Bergur Thorberg
Bergur Thorberg, 3.9.2009 kl. 20:42
Jón það er ekki og verður ekki hægt að horfa björtum augum til Framtíðar BH með þessa þrjósku sem upp er komin í ykkar ranni, á þriðjudagskvöld vorum við saman áheyrendur á stjórnarfundi, góðum fundi og þar var talað um að fólk færi nú að horfa til Framtíðar og stefnt yrði að góðum landsfundi, en á meðann makkaði ykkar forysta, með ykkur sendlana á fundinum til að sjá hvort ekki væri nú hægt að misskilja eitthvað eða rangtúlka og skrifaði enn eitt bréfið sem hún lét ykkur svo birta á bloggsíðum ykkar og það nokkrum mínútum eftir að við, ég og þú og fleyri reyndar, tókum undir að við skyldum horfa björtum augum Fram á veginn.
Á meðan þið ætlið ekki að gefa þingmönnum séns á að hugsa sjálf þá hafiði ekkert að gera í stjórn þessarar hreyfingar, það heitir flokksræði að ætla að stjórna ákvarðannatöku þingmanna og hugsunum þeirra, bíddu fenguð þið ekki fleyrir með ykkur þetta stemmir eitthvað ekki og svo enn annað já átti það að ganga upp í grasrótarhreyfingu að boðnir yrðu Fram listar í stjórnakjöri, þið eruð komin eins langt frá rótinni og hægt er að fara með þessum hugmyndum ykkar Jón svo ég veit ekki hvort að ég er að misskilja eða þú.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 3.9.2009 kl. 21:05
Eru þetta framboðsumræður? Borgari og sveitamaður spyr?
Bergur Thorberg, 3.9.2009 kl. 22:55
Tek undir hvert orð hjá Jóni Magnússyni.
Gangi þér og hinum vel í stjórnarkjörinu
Dúa, 4.9.2009 kl. 11:06
Góður pistill Valgeir.
Högni, það vilja allir horfa til framtíðar og framboð til stjórnar er einfaldlega liður í því. Við viljum öll veg hreyfingarinnar sem mestan og lýðræðislega niðurstöðu á landsfundi.
Ásthildur Jónsdóttir, 4.9.2009 kl. 12:03
Já er það Ásthildur, á að gera það með því að fáir aðilar svokölluð stjórn stjórni bæði þingmönnum og hreyfingunni í einu og öllu, nei Ásthildur þið eruð komin eins langt frá grasrótarhreyfingu og hægt er með þessari leið þið eruð að gera hreyfinguna að flokki og eins og ykkar stefna er uppsett þá er greinilega ætlunin að auglýsa eftir þingmönnum og ráða þá svo og að þeir skuli vinna samkvæmt ráðningasamningi en ekki stefnu hreyfingar eða eftir landslögum, þið eruð á svo kolrangri leið Ásthildur.
Hvað er með þennan Valgeir sem hér setur Fram tóma steypu, getur hann ekki sagt meira nema fá til þess leyfi hjá einhverjum eru menn að setja niður hvað hann á að skrifa eða er meiningin að hafa þetta svona eins og það hefur verið hjá ykkur þeim hluta sem eyðilaggði hreyfinguna að "aðal" kastar bombum og segir ykkur sendlunum svo hvað hin eru vitlaus og hvað þið skuluð segja.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 4.9.2009 kl. 12:29
Dæmir hver sig með svona munn(rit)söfnuði Högni. Málefnaleg umræða er það sem skapar viðhorf og leiðir síðan til ákvörðunnar. Skítkast og leiðindi, leiða einungis til sundrungar. Ekki kaus ég BH. hafði ekki trú á að reiði væri málefnagrunnur og stefna. Það sést best á skrifum þínum hér Högni, að reiðin er ekki rétta leiðin.
Stefán Sturla (IP-tala skráð) 4.9.2009 kl. 17:21
Tak fyrir þessa athugasemd Stefán, það er rétt hjá þér og verst er hvað sumt fólk lætur reiðina stjórna sér áfram eftir kosningar og er tilbúið til að láta hana bitna á "félögum" sínum, sem dæmi er hluti þessa 12manna hóps sem nú fer Fram í stjórnarkjöri á landsfundi BH 12. sept. næstkomandi en þau hafa nú um hríð látið reiði og gremju sína, sem þau komast ekki yfir, bitna á þingmönnum BH með allskonar aðdróttunum og rangfærslum.
Stefán, það er rétt hjá þér að auðvitað dæmir hver sig með svona munn(rit)söfnuði og alger óþarfi að kalla eftir svörum forsvarsmanna þessa 12manna hóps þau munu ekki breyta útaf Framkomu sinni og halda áfram að ota senditíkum sínum Fram á ritvöllinn á meðan þau sjálf undirbúa breytingu á Borgarahreyfingunni úr grasrótarhreyfingu í stjórnmálaflokk - það er EKKI það sem var lagt upp með.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 4.9.2009 kl. 18:33
Borgarar! Kjósið Þriðja Arminn á komandi landsfundi XO...
http://lillo.blog.is/blog/lillo/entry/942954/
Friðrik Þór Guðmundsson, 4.9.2009 kl. 19:16
Högni, hverjir eru forsvarsmenn þessa 12 manna hóps?
Þú virðist vita eitthvað sem ég ekki veit.
Ingifríður Ragna Skúladóttir, 4.9.2009 kl. 19:39
Högni Jóhann Sigurjónsson, 4.9.2009 kl. 19:49
Ekkert svar ;)
Ingifríður Ragna Skúladóttir, 4.9.2009 kl. 21:39
Jú jú Ingifríður jú jú, en þú veist allt um það ég enni nú ekki að fara að eyða orku í að pexa við þig um það, því að þú munt snúa útúr því fyrir mér hvað sem ég mundi segja . Flott myndin af þér.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 4.9.2009 kl. 21:49
Takk Högni, persónulega finnst mér þessi mynd elda mig um amk 15 ár.
En, varðandi forystu í þessum 12 manna hópi, þá hef ég bara hreint ekki hugmynd. Við erum fólk sem kynntumst í gegnum BH og mynduðum vináttu. Það skemmir ekki fyrir að skoðanir okkar eiga samleið. Það er enginn leiðtogi og enginn sem segir öðrum fyrir verkum. Bréfið sem við birtum sömdum við saman og ég get sagt þér það, að það tók þó nokkrar klst. áður en við vorum öll sammála, en sammála urðum við :)
Ingifríður Ragna Skúladóttir, 4.9.2009 kl. 22:24
Spurning Högna er réttmæt, Inga. Hver boðar 12-manna hópinn á fund? Hver samdi yfirlýsingu/stefnuskrá 12-manna hópsins? Hver er formannsefni hópsins? Ég hef á léttu nótunum kallað hópinn "Gunnars-arminn" og "Postulana 12", en kannski er Gandri aðalsprautan - hann er að stofna einhvern fésbókar-klúbb í kringum þetta.
En kannski er ég allt of karllægur í þessu og ætti að horfa til þess að í ykkar hópi er öflug kona og fyrrum varaformaður hreyfingarinnar.
Kjósum Þriðja Arminn!
Friðrik Þór Guðmundsson, 4.9.2009 kl. 23:30
Ég kaus BH í síðustu kosningum. Geri það ekki aftur. Gæti hugsað mér að kjósa Birgittu áfram og Margréti, en sé til hvort þær verða í framboði aftur. Mér finnst þetta bara orðið rugl hjá hreyfingunni. Þingmenn mega greinilega ekki kjósa eftir eigin sannfæringu ......
Katrín Linda Óskarsdóttir, 4.9.2009 kl. 23:31
Það er með þennan flokk eins og aðra...hann étur börnin sín...
Haraldur Davíðsson, 4.9.2009 kl. 23:37
Lilló, nú verð ég bara sár. Gæti ég ekki verið "foringi" þessa hóps og boðað fólk á fundi? Ég bara spyr?
Nei, ekki láta svona. Þú veist jafn vel og ég að þarna er starfað á jafnréttisgrundvelli og þessi hópur varð til út af vináttu fólks og einskis annars.
Þú veist, eftir að hafa setið fundi með stjórn, að sumir áttu erfiðara uppdráttar þar en aðrir og enduðu með því að gefa út yfirlýsingu í ósátt við þig og sáttanefnd. Frá þeim degi vorum við ákveðin í því að bjóða okkur fram aftur og standa eða falla með þeirri yfirlýsingu.
Að við höfum svo fengið stuðning annars staðar frá er bara frábært og sýndi okkur að við stóðum ekki alveg ein. Þannig myndaðist þessi hópur! Ekkert samsæri. Bara fólk sem var okkur sammála. Fólk sem vill koma hreyfingunni aftur til grunngildanna. Hvað er að því?
Ingifríður Ragna Skúladóttir, 4.9.2009 kl. 23:41
Já, Inga, án vafa var þessi hópur búinn til upp úr vináttu. En þá er líka komið að mér að vera sár, er það ekki - því ekki var mér boðið! Því þótt ég (og sáttanefndin) hafi verið á móti því að stjórnin yrði klofin með ályktun þremenninganna á dögunum (sem sagt HINNA þremenninganna) þá var það ekki vegna efnislegrar andstöðu. Það var vegna þess að ég (sem þáverandi skammlífur fjölmiðlafulltrúi) og sáttanefndin sögðum STOPP hvað áframhaldandi nagg, ama og leiðindi varðar.
En þá höfum við það. Inga er foringi Postulanna 12 (og enginn er Jesús).
Friðrik Þór Guðmundsson, 4.9.2009 kl. 23:54
Það er styttra en þig grunar í kosningar Katrín en það virðist sem svo að BH verði nú ekki valkostur í þeim kosningum, því miður.
Já ég sé það núna Inga þegar þú segir það þetta er ekkert svo góð mynd, það er rétt.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 4.9.2009 kl. 23:56
Takk Lilló. Vildi bara fá staðfestingu á því að ég "gæti" verið foringi :)
Högni, ég held því fram að ég líti betur út í eigin persónu en á mynd. Vona að þú sért amk sammála mér þar :)
Ingifríður Ragna Skúladóttir, 5.9.2009 kl. 00:00
Ég er sammála þér þar Ingifríður.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 5.9.2009 kl. 00:14
inngróið hatur er ekki neitt sem nýtist neinum nema til ills, og mér sýnist sem svo að Friðrik Þór sé smitaður af þeirri blyndni sem fylgir sjúkdómnum "hatri", sorglegt mál fyrir þig Friðrik Þór, vel pennafær maður og óvitlaus !
Jón Magnússon skrifaði vel og af góðum hug, ef ég skil málið mitt rétt og ber að þakka góð ráð og hug hvaðan sem það kemur ! vandamál Íslands er þverpólitískt og verður að leysast sem slíkt, þetta er ekki "sandkassaleikur" !!!
www.icelandicfury.com
Byltingin étur börnin sín ! Lifi Byltingin !!!
kveðja, sjoveikur
Sjóveikur, 5.9.2009 kl. 12:37
Sjóveikur? Hvers vegna í ósköpunum skrifar þú bara ekki sem Pálmar, Pálmar?
Friðrik Þór Guðmundsson, 5.9.2009 kl. 21:46
jú Friðrik Þór, svo er það mjög einfaldlega, þegar ég byrjaði að fikta við þetta bloggerí vour flestir með eitthvað nafn sem stundum var fullt af merkingu og sum með meiri innihald en önnur, svo ég hugsaði einfaldlega svo "mig langar til að æla yfir þetta rugl á Íslandi" og ég er sjómaður, svo það er svona frekar lítilfjörlegt af sjómanni að viðurkenna sjóveiki (eða kanski var) og ég ákvað þá að það væri sterkasta lýsingarorðið fyrir mína innstillingu á "Útrásinni", það er nú einfaldlega svo, og svo var það skilyrði að setja persónu númer við start, þá var ég sjálfkrafa orðin ábirgur orða minna, síðan kom þetta hér um daginn að allir urðu að samþykkja eitthvað um upplýsingaskyldu og ég kvittaði fyrir það, og þá stóð að ef einhver setti múspendilinn yfir myndina, þá kæmi nafnið fram, og ég er ennþá sjoveikur yfir því sem er að ske á Íslandi og sé ekki fyrir mér að ég lifi það af að hætta að verða sjoveikur, svo ég fíla þetta lýsingarorð fyrir mínar tilfynningar gagnvart öllum sem nýttu sér spillinguna án þess að impra, stór hluti þjóðarinnar er innsyltaður í þetta kjaftæði allt og margur sem gapar stórt um hefnd núna getur í raun séð sjálfan sig sekan af meðhlaupi, svo var nú það Friðrik Þór og þetta lag samdi ég eftir Þorrablót í Stockholm þar sem Geiri harði og Ómar stórgrínari sömdu og skipulögðu "Sandkornagönguna" miklu sem fjöldinn allur skreið með í, um það bil sem allt var klárt að oppna fyrir austan, hlustaðu á það og skoðaðu myndbandið, þú fynnur ýmislegt efni þarna á youtube.com ef þú nennir að bera þig eftir því og leitar að "sjoveikur", það er kanski eitthvað sem þú getur glott við þar ? hér er allavega ein slóð og svo www.icelandicfury.com sem er heimasíða sem við erum að vinna að og er opin nú, ég hef alltaf tekið nautin framanfrá ef það er það sem þú ert að pæla feluleikur er leiðinlegur leikur fynnst mér, en ég er sjoveikur á þessu svindli öllu sem viðgengst á Íslandi og hjá viðskiftavinum þess !
http://www.youtube.com/watch?v=48WYPBJxECA best að þú fáir tvær fyrst við erum byrjaðir http://www.youtube.com/watch?v=vvs5kOZ-VKw svo og hana nú, vona að svarið falli þér í geð
besta kveðja, sjoveikur
Sjóveikur, 5.9.2009 kl. 22:53
Annars er það að frétta af Þriðja Arminum að hann ætlar að halda herráðsþing við gervi-goshverinn Strók í Öskjuhlíðinni milli kl. 12 og 16 á morgun, sunnudag. Nema það verði sunnan-átt.
Friðrik Þór Guðmundsson, 5.9.2009 kl. 23:07
Við skulum vona, að þingmenn hreyfingarinnar, fari ekki annað - en krafan, um hollustueyð, sínist mér, einmitt geta framkallað slíkt "Bæ - Bæ".
Þ.e. ekkert í lögum, hefðum eða sögu Alþingis, eða Íslands, sem kemur í veg fyrir, að þau einfaldlega, stofni eigin þingflokk og síðan hreyfingu.
Það væri ekki í fyrsta sinn, er nýr flokkur klofnar.
Vandi hreyfingarinnar, er að án þingmanna, minnka mjög verulega möguleikar hennar, til að hafa áhrif. Án þingflokks, minnkar einnig aðgangur hennar að fjármagni, vart hægt að sjá t.d. að hún geti haft nokkra launaða starfsmenn. Þó svo, peningar séu ekki allt, þá er þægilegra að hafa þá en ekki.
Þ.e. því nokkuð stórt atriði, að ná samkomulagi milli þingflokks og grasrótar.
Ég hugsa, að krafa um hollustueið, sé ekki skynsamleg, nema þ.sé einmitt tilgangurinn, að hafa enga þingmenn.
Má vera, að hreyfingin, án þingmanna, geti aflað sér þeirra í næstu kosningum, en þá þarf hún að búa við það, á meðan að hafa einungis aðgang að framlagi einstaklinga - hvort sem um vinnuframlag er að ræða eða fjárframlög. Persónulega, myndi ég halda, að án þingmanna lognist hún af fyrir næstu kosningar.
En, að sjálfsögðu, ef þau stofna aðra hreyfingu, með svipuð yfirlíst markmið, þá dreifast kraftarnir, og um leið verður það enn erfiðara, fyrir þ.s. eftir er af Borgarahreyfingunni, að ná til fólks. Með það fjármagn, sem þingflokkar fá lögum samkvæmt, þá fá þau einnig mikið forskot um aðgang að fjölmiðlum og öðru því sem þarf til að halda stefnumálum á lofti.
-----------------------------
Það eina skynsamlega, virðist mér, að þeir sem unnu sigur á laugardaginn, nái samkomulagi við þingmennina, því annars er hætta á að sá sigur verði æði Pyrrosarlegur.
Eins og ég hef áður sagt, er staða þingmanna gríðarlega sterk, skv. ísl. lögum og hefðum, sem skírir hvers vegna, þingflokkar verða oftast nær, mjög ráðandi.
Augljóslega, þurfa þingmenn að vera viljugir, til að slá af á móti.
--------------------------------
Ein hugsanleg aðferð, gæti verið, að láta almenna netkosningu á meðal fylgismanna, skera úr, þegar alvarleg deila um tiltekna ákvörðun þingmanns eða þingmanna, kemur upp.
Þannig, að ef stjórn metur að þingmenn eða þingmaður gangi á svið við stefnu hreyfingar, þá sé hægt að leisa þann ágreining, með slíkri kosningu.
Sú aðferð, ætti að uppfiylla allar hugsanlegar kröfur um sanngirni, o.s.frv.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 13.9.2009 kl. 22:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.