Hvað gerist ef alþingi fellir Icesave?

Það er athyglisverð úttekt frá Jóni G. Haukssyni á því hvað muni gerast felli alþingi Icesave samninginn.

Niðurstaða skýrslu frá sérfræðingi í Evrópurétti staðhæfir að málið beri að vinna hjá EB / EES og dómstólar eigi að skera úr um málið. Það mun nánar verða fjallað um það á borgarafundi um Icesave í Iðnó á mánudagskvöldið kemur kl. 20:00. 

Ég hvet alla til að koma á fundinn, lærða sem leika. Hér er svo úttekt Jóns G. til nánari glöggvunar og vonandi til að slá á þau áhrif sem hræðsluáróður stjórnarsinna hefur á mótun skoðana almennings. 

Það er nefnilega enginn að tala um að semja ekki það er bara verið að tala um að semja svo hægt verði að standa við ákvæði samningsins. Eða er hugmyndin kannski að láta taka samninginn til endurskoðunar þegar við erum komin inn í EB?  Ef  / og þegar.

 

Hvað gerist ef Alþingi fellir Icesave?

1. Lífið heldur áfram. Það verður ekki slökkt á Íslandi. Erlendir bankar munu halda áfram að sinna viðskiptum á milli landa og fá þóknanir fyrir. Útlendingar hætta ekki að kaupa fisk af okkur. Kaupa ál af okkur. Ferðast til Íslands. Selja okkur vörur á meðan við getum greitt fyrir þær með útflutningi okkar.

2. Ríkisstjórnin fellur. Þá það. Hún er ekki æðri Alþingi heldur framkvæmdavald Alþingis. Bretar og Hollendingar vita að það var Alþingis að samþykkja þetta. Í raun hefðu þeir getað átt von á því að svo stór skuldbinding færi í þjóðaratkvæðagreiðslu. Í fyrirtækjum er það þannig að stjórnin (Alþingi) hefur lokaorðið. Forstjóri semur með þeim fyrirvara að stjórn fyrirtækisins samþykki samninginn.

3. Samið verður upp á nýtt í Icesave. Við segjum: Takið eignir Landsbankans og málið er dautt. Eða að greiðslubyrði þjóðarinnar megi aldrei fara upp fyrir ákveðið hlutfall. Við getum ekki gefið út og skrifað undir óútfylltan tékka.

4. Komandi kynslóðir verða fegnar. Við getum horft framan í börnin okkar og sagt: Við komum ykkur ekki á höfuðið.

5. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn

segir ekki upp láninu við okkur. Heldur fólk að sjóðurinn muni þegar á reynir skella okkur á jörðina og ganga frá okkur í orðsins fyllstu merkingu? Það er þá sjóður og það er þá Evrópusamband.

6. Þrýst verður á erlend stjórnvöld innan frá. Við erum ekki að semja við mafíuna – þótt stundum mætti halda það. Á Norðurlöndunum og í Evrópu er lýðræði. Ekki einræði. Fólkið í þessum löndum stendur með okkur og skilur að íslenski almúginn getur ekki og á ekki að standa undir þessu.

7. Það er viðurkenning á því að einkabankarnir á Íslandi voru ekki ríkisbankar. Ef almúginn á Íslandi á að standa undir fjárglæfrum Landsbankans þá er það viðurkennt að einkabankar eru ekki til á Evrópska efnhagssvæðinu – þá eru allir bankar ríkisbankar. Það stóð hvergi í lögum um Evrópska efnahagssvæðið að Landsbankinn hafi verið ríkisbanki.

8. Þá fara þjóðir Evrópu að endurmeta innstæðutryggingakerfið. Íslendingar komu því á samkvæmt tilskipun Evrópuráðsins. Landsbankinn greidd ekki nægilega mikið inn í innstæðutryggingakerfið og það vissu Bretar og Hollendingar – og valdastofnanir innan Evrópska efnahagssvæðisins. Það má spyrja: Brugðust ekki eftirlitsstofnanir Evrópska efnahagssvæðisins sem og Evrópusambandsins? Íslenska útrásin fór ekki framhjá neinum í Evrópu. Það vissu allir hvernig hún var fjármögnuð.

9. Bretar og Hollendingar munu gefa eftir og semja upp á nýtt. Fjármálaeftirlit beggja þessara þjóða höfðu áhyggjur af Icesave alveg frá byrjun. Fjármálaeftirlit Hollands hafði af því miklar áhyggjur hvað Landsbankinn steig hratt á bensíngjöfina í Icesave í Hollandi eftir að Bretar voru á nálum og löngu farnir yfir um yfir reikningunum og vildu koma þeim í öruggt skjól í Bretlandi.

10. Fínt. Fyrst Icesave Landsbankans gengur fyrst og fremst út á evrópskur reglur á Evrópska efnahagssvæðinu þá á löggan á svæðinu að vera evrópsk – ekki alíslensk.

11. Réttlætið nær fram að ganga. Við erum með byssuhlaupið í bakið á okkur. Heldur fólk virkilega að það verði hleypt af ef Alþingi segir nei. Auðvitað ekki. Sannið þið til; Bretar og Hollendingar verða tilbúnir til að semja upp á nýtt.

Björgólfur Thor. Ég vil svo vekja athygli á mögnuðu bréfi Björgólfs Thors til Illuga Jökulssonar þar sem Björgólfur segir: „Það er rétt hjá þér að Landsbankinn var ekki „þungamiðjan“ í mínum „bissness“. Og svo kemur setning ársins: „Ég var aldrei í bankaráði og líkt og aðrir hluthafar Landsbankans treysti ég stjórnendum bankans og bankaráðinu fyrir hlutafé okkar og þá um leið starfsemi bankans.“ Ja, hérna.

Og tökum við ekki örugglega öll undir með Björgólfi Thor?: „Það líður ekki sá dagur að ég hugsi ekki um þetta Icesave klúður.“

Að lokum þettta: Það er ekki trúverðugt þegar heilli þjóð er stillt upp við vegg og henni sagt að þetta sé eini kosturinn í stöðunni. Sagan sýnir að það hefur verið gert við ýmsar þjóðir. Yfirleitt hefur sögnin að gleypa legið þar að baki.

Jón G. Hauksson
 
E.S. Birt með fyrirvara um leyfi frá Jóni G. Haukssyni. Sé hann mótfallinn þessari birtingu mun ég fjarlægja þessa bloggfærslu um leið og ég fæ skilaboð þess efnis. Það væri hins vegar afspyrnu gott að fá Jón G. Hauksson á borgarafundinn því margt af því sem hann hefur sagt í ræðu og riti frá því hrunið varð er afar skynsamlegt og ber manninum gott vitni. 
 
Valgeir Skagfjörð. 
 
Eftir sem áður þá óska ég eftir því að verðtrygging verði afnumin - hvernig svo sem við útfærum það. Hún er óréttlát. Ef hún á að vera inni þá óska ég eftir því að laun verði líka verðtryggð og þá getum við farið að tala saman aftur. Hinn kosturinn er auðvitað sá að taka hér um annan gjaldmiðil því krónan er löngu orðin farlama. Því miður sitjum við uppi með hana en hve lengi getum við ekki vitað með vissu.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

algerlega sammála þessari grein.. og eins og ég sagði við þig á Thorvaldsens fyrir viku :ef þetta verður fellt þá verður bara samið upp á nýtt :)

Óskar Þorkelsson, 28.6.2009 kl. 13:55

2 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Ég er ekki svo viss um að það yrði samið upp á nýtt neða að  beitt yrði á okkur viðskiptaþvinganir  og áráðursmaskínur í formi fjölmiðla munu leggja okkur í einelti. Ég er ekki að upplifa að það sé mikil samúð með okkur íslendingum á alþjóða vísu og sést það skýrast í hve andúðin í garð Íslendinga er í dönskum samfélögum. Mín tilfinning er einfaldlega sú að það sé helbert kjaftæði að við eigum okkur einhverja banda menn í þessu máli og það fari verulega að syrta í álin ef ske skildi að við myndum ekki fá lán hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum eða Skandenavíu. Ég er sannfærður um að hér sé SANNKALLAÐ UMSÁTUR alþjóðasamfélagsins í gangi og það sé verið að ráðast á okkur úr öllum áttum til þess að semja um þetta mál.

Skandanavíuþjóðirnar brugðust okkur í byrjun þessa máls svo afhvejru ættu þær að gera það núna ? .... Ég á vinkonu sem er blaðakona í svíþjóð og þegar kreppan skall á íslandi vissi nánast ekki kjaftur á norðurlöndum hvað var að gerast fyr en um tveimur vikum eftir hrunið. Á þessum tíma voru engar fréttir um það og það var ótrúlegt að hugsa til þess að .... það tók nánast flöskuskskeita tíman að upplýsa fólk um hvað var að gerast.

Ég er ekki að sjá að að þjóðarhagsmunarmaskínur munu þegja þunnu hljóði ef við segjum nei og mér finnst því stór hluti af þessum alhæfingum þessa mans orka tvímælis og fjarri því að kallast heilagur sannleikur. 

Brynjar Jóhannsson, 28.6.2009 kl. 16:24

3 identicon

Samt verð ég að biðja þig háttvirtur þingmaður að lesa þetta yfir áður en þú ýtir á NEI-hnappinn:

Umræðan um efnisatriði svokallaðra Icesave samninga er farin einkennast af þeim ljóta leik að spila á ótta fólks og óöryggi með rangtúlkunum og villandi
upplýsingum. Andstæðingar aðildarumsóknar til Evrópusambandins beita sér líka hart í því að blanda þessum samningi við umræðu um aðild þótt þessi mál séu með öllu ótengd og óskyld. Sjálfskipaðir sérfræðingar í alþjóðasamningum afhjúpa hver á fætur öðrum að þeir hafa aldrei séð lánasamning milli ríkja fyrr og skilja ekki efni þeirra. Vegna þessa er afar brýnt að sem flestir haldi á lofti réttum efnisatriðum málsins hvar sem því verður við komið. Þessi pistill er nokkuð ítarlegur enda margt sem fara þarf yfir:
 
 
Um afsal friðhelgi fullveldisréttar og íslenskar eigur að veði
 
Mikið veður hefur verið gert út af ákvæði um að Ísland afsali sér friðhelgi vegna fullveldisréttar og fullyrt að þar með geti bresk stjórnvöld gengið að hvaða eigum sem er. Staðreyndin er sú að svona ákvæði um "waiver of sovereign immunity" er regla í lánasamningum milli ríkja og tíðkast m.a. í öðrum lánasamningum sem Ísland hefur gert eða er að vinna að. Ástæðan er sú að þetta er eina leiðin sem lánveitandi hefur til að koma ágreiningi vegna endurgreiðslu fyrir dómstóla. Án þessa ákvæðis er lántökuríkið ónæmt og varið á bak við fullveldisrétt sinn og sá sem afhent hefur fjármuni á engin úrræði því eitt ríki dregur ekki annað ríki fyrir dóm nema með samþykki beggja aðila.
Sú fullyrðing að með þessu séu allar íslenskar eigur undir án takmarkana er
sömuleiðis röng. Jafnvel þótt ákvæðið sjálft innihaldi ekki takmarkanir þá leiða
þær bæði af alþjóðasáttmálum og íslenskum lögum og stjórnarskrá auk þess sem enginn dómstóll myndi gefa lánveitanda sjálfdæmi um eignir upp í skuld. Þá fylgja samningum gjarnan ítarlegra bréf eða fylgiskjal um friðhelgi.
 
 
Um lögsögu breskra dómstóla í málinu 

Venjan í alþjóðlegum lánasamningum hefur verið sú að miða við lögsögu lánveitanda eða þriðja ríkis og þá helst Bandaríkjanna eða Bretlands. Sem dæmi má taka að samkvæmt fréttum er gert ráð fyrir því að mál vegna lána hinna Norðurlandaþjóðanna verði rekin fyrir dómstólum hvers og eins þeirra. 
 
Um einhliða íþyngjandi ákvæði í samningnum 

Þessi túlkun er afar sérkennileg í ljósi þess að um lánasamning er að ræða þar sem skyldur annars aðilans eru afar einfaldar og felast í því að lána tiltekna upphæð.

Samningurinn sem slíkur fjallar því óhjákvæmilega ítarlega um tvennt: Skyldur lántakanda við að endurgreiða og leiðir til að lánveitandi hafi úrræði til að fá endurgreitt. Þegar um er að ræða tvær fullvalda þjóðir er staðan í upphafi sú að lánveitandi sem hefur afhent öðru fullvalda ríki fjármuni er í mjög veikri stöðu til að sækja nokkurn rétt og getur t.d. ekki dregið ríki fyrir dómstóla. Vegna hins sterka fullveldisréttar eru ákvæði í lánasamningum milli ríkja yfirleitt afar ítarleg og lúta að því að skapa lánveitanda einhverja réttarstöðu. Skiljanlegt er að fólk sem ekki hefur almennt lesið alþjóðlega lánasamninga eða þekkir hefðbundið efni þeirra bregði við að sjá í fyrst sinn dæmigerðan samningstexta. Sérfræðingar í alþjóðarétti og alþjóðlegum lánsfjármörkuðum segja aftur á móti að ekkert í efni þessa samnings komi á óvart eða sé frábrugðið því sem almennt tíðkast. 


 
Um óhjákvæmileg áhrif á lánshæfismat Íslands
 
Matsfyrirtækin byggja ekki einkunnagjöf sína á einum samningi heldur mörgum þáttum svo ekkert er hægt að gefa sér um niðurstöðuna. Skuldbindingin vegna Icesave hefur einnig verið þekkt frá því bankarnir hrundu sl. haust og var m.a. inni í Viljayfirlýsingu íslenskra stjórnvalda til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Matsfyrirtækin hafa því þekkt þessa skuldbindingu.
Þau áföll sem íslenska ríkið hefur orðið fyrir hafa óhjákvæmilega haft slæm áhrif á lánshæfismat ríkisins. IceSave er þó einungis einn af nokkrum þáttum þar og raunar ekki sá sem vegur þyngst. Skuldasöfnun ríkisins vegna fyrirsjáanlegs fjárlagahalla áranna 2009-2012 hefur meiri áhrif. Einnig vegur tap ríkisins vegna lána Seðlabanka Íslands til íslenskra fjármálafyrirtækja þungt. En samningurinn við Breta og Hollendinga tryggir að íslenska ríkið þarf ekki að greiða neitt vegna IceSave á næstu sjö árum og að það sem þá stendur út af verður greitt á næstu átta árum þar á eftir. Þetta þýðir bæði að ekki reynir á lausafjárstöðu eða greiðsluhæfi ríkisins vegna IceSave á meðan mestu erfiðleikarnir í efnahagsmálum ganga yfir og að árleg greiðslubyrði verður fyrirsjáanlega vel innan þeirra marka sem ríkið ræður við.
Miklu skiptir að verið er að eyða óvissu sem hefur neikvæð áhrif á lánshæfismat.

Samningarnir um IceSave eyða mikilli óvissu. Margt annað mun skýrast á næstu vikum, m.a. fæst niðurstaða í samninga við hin Norðurlöndin um lán, gengið verður frá skilunum á milli gamla og nýja bankakerfins, línur lagðar í fjármálum ríkisins til næstu ára og tekin ákvörðun um það hvort sótt verður um aðild að ESB.

Langtímahorfur fyrir Ísland munu því skýrast mjög á næstunni. Það ætti að styrkja trú manna, bæði hér innanlands og utan, á íslensku efnahagslífi og m.a. skila sér í betra lánshæfismati þegar fram í sækir.
 
 
Um yfirvofandi gjaldþrot íslenska ríkisins vegna samningsins 

Ekkert gefur ástæðu til að ætla að íslenska ríkið komist í greiðsluþrot á næstu
árum. Samkomulagið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og lánin sem verið er að ganga frá í tengslum við þá áætlun tryggja íslenska ríkinu verulega sjóði á næstu árum, á meðan mestu erfiðleikarnir ganga yfir.
Skuldir íslenska ríkisins munu einungis í tiltölulega stuttan tíma fara yfir 100% af landsframleiðslu en verða þegar til lengdar lætur vel innan við
landsframleiðslu eins árs. Skuldir íslenska ríkisins verða þá í lægri kantinum í
samanburði við önnur Vesturlönd en skuldir flestra þeirra hafa vaxið talsvert
undanfarið vegna aðgerða til að bjarga fjármálafyrirtækjum og munu fyrirsjáanlega halda áfram að vaxa á næstu árum vegna mikils fjárlagahalla.
Langtímahorfur í ríkisfjármálum eru ágætar, þótt óneitanlega þurfi að grípa til
afar erfiðra aðgerða á næstu árum. Hér skiptir m.a. miklu að allar líkur eru á því að skattstofnar landsmanna jafni sig smám saman þegar mesti samdrátturinn gengur til baka. Þá er einnig mikilvægt að Íslendingar búa við nánast fullfjármagnað lífeyriskerfi, ólíkt flestum öðrum löndum. Það og hagstæð aldursskipting þjóðarinnar þýðir að ekki er útlit fyrir að íslenska ríkið verði fyrir verulegum útgjöldum vegna öldrunar þjóðarinnar, ólíkt flestum Vesturlöndum. Raunar er íslenska ríkið í þeirri öfundsverðu stöðu að eiga von á verulegum skatttekjum þegar greiðslur úr lífeyrissjóðum aukast á næstu áratugum. Það er allt önnur staða en uppi er í flestum nágrannaríkja okkar. 
 
 
Um viðurkenningu ábyrgðar vegna Icesave reikninganna
 
Sú fullyrðing að Íslendingar séu með þessum samningi að viðurkenna skuldbindingu sína vegna Icesave reikninganna er röng því  samkomulagið við Breta og Hollendinga snýst aðeins um uppgjör ábyrgðar íslenska ríkisins vegna lágmarkstryggingar innstæðna á ESS svæðinu. Þrátt fyrir að önnur sjónarmið hafi heyrst í umræðunni hér innanlands í kjölfar hruns bankanna hefur í reynd verið gengið út frá þessari ábyrgð frá upphafi í öllum áætlunum og yfirlýsingum íslenskra stjórnvalda:
Í viljayfirlýsingu íslenskra stjórnvalda til framkvæmdastjórnar Alþjóða
gjaldeyrissjóðsins frá því í nóvember 2008 er gert ráð fyrir að áætluð
fjármögnunarþörf íslenska ríkisins vegna lágmarksinnstæðutrygginga sé hluti af þeim lánum sem taka þarf. Þetta kemur m.a. fram í lið 12 í áætluninni og skýringum með honum. Á upplýsingavef forsætisráðuneytisins um áætlunina er þessi skilningur á fjármögnunarþörfinni ítrekaður í liðnum „spurt og svarað“ en þar segir m.a.: „Í lið 12 er því einnig gert ráð fyrir að inni í áætlaðri lánsfjárþörf ríkisins vegna bankakreppunnar séu lán til að mæta erlendum kostnaði við innstæðutryggingar í samræmi við ákvæði EES samningsins.“
Þessi liður í efnahagsáætluninni er í samræmi við þann ítrekaða skilning íslenskra stjórnvalda að ábyrgðir á sparifé á reikningum í útibúum íslensku bankanna takmarkist ekki við þá fjármuni sem til voru í Tryggingarsjóði innstæðueigenda heldur muni ríkissjóður þvert á móti styðja sjóðinn.
Í yfirlýsingu forsætisráðherra frá 8. október 2008 segir orðrétt: „Ríkisstjórnin
ítrekar að ríkissjóður mun styðja Tryggingarsjóð innstæðueigenda og fjárfesta við öflun nægjanlegs fjár.“
Í bréfi frá íslenska viðskiptaráðuneytinu til Clive Maxwell HM Treasury, dagsettu 20. ágúst 2008, segir orðrétt: „In the, in our view unlikely, event that the Board of Directors of the Depositors' and Investors' Guarantee Fund could not raise necessary funds on the financial markets, we would assure you that the Icelandic Government would do everything that any responsible government would do in such a situation, including assisting the Fund in raising the necessary funds, so that the Fund would be able to meet the minimum compensation limits.“
Þessi afstaða íslenskra stjórnvalda gagnvart Innstæðutryggingasjóði var svo enn ítrekuð í bréf viðskiptaráðuneytis til breska fjármálaráðuneytisins 5. október 2008. Þar segir m.a. orðrétt: „If needed the Icelandic Government will support the Depositors' and Investors' Guarantee Fund in raising the necessary funds, so that the Fund would be able to meet the minimum compensation limits in the event of a failure of Landsbanki and its UK branch.“
Í símtali fjármálaráðherra Íslands og Bretlands þann 7. október er þessi sami
skilningur enn á ný staðfestur af Íslands hálfu og vísað í stuðning stjórnvalda
við Innstæðutryggingasjóðinn, sbr. útskrift á samtalinu. Þar sagði
fjármálaráðherra Íslands: „We have the [deposit] insurance fund according to the directive and how that works is explained in this letter [from Iceland's Trade Ministry to Britain's Treasury] and the pledge of support from the [Icelandic] Government to the fund.“
Þann 11. október 2008 gerðu íslensk stjórnvöld samkomulag við Hollendinga. Í tilkynningu forsætisráðuneytisins um samkomulagið segir m.a.: „Samkomulagið kveður á um að íslenska ríkið muni bæta hverjum og einum hollenskum innstæðueiganda innstæður að hámarksfjárhæð 20.887 evrur“.


Um niðurstöðu núverandi formanns Sjálfstæðisflokksins (og mér sýnist BHr.)

Í ljósi alls þessa er ekki að undra þótt Bjarni Benediktsson, þáverandi fulltrúi í utanríkismálanefnd Alþingis og núverandi formaður Sjálfstæðisflokksins hafi komist að afdráttarlausri niðurstöðu við umræður um samkomulag um Icesave á Alþingi 29. nóvember 2008:

 

"Ég held að það sé afskaplega mikil einföldun á þessu máli öllu saman að telja í raun og veru að það hafi verið valkostur fyrir íslensk stjórnvöld að standa stíf á lögfræðilegri túlkun og halda henni til streitu, jafnvel fyrir dómstólum, hvort sem það væri á alþjóðlegum vettvangi eða hér heima fyrir íslenskum dómstólum.

Þegar heildarmyndin er skoðuð tel ég að ekki sé hægt að komast að annarri
niðurstöðu en að vel hafi verið haldið á íslenskum hagsmunum í þessu máli."

 
Efni samningsins og skýringar á www.island.is


Nokkurð orð um þitt innlegg:

Liður #1 er einfaldlega rangur. Þetta hefur marglega komið fram í viðræðum við ráðamenn í Evrópu, nú síðast á þingi OECD ríkjanna.

#2. Hvaða ríkisstjórn sérð þú fyrir þér í því framhaldi? Starfsstjórn eða utanþingsstjórn? Þið með Sjáfstæðis- og Framsóknarflokki?

#3 Ég hef þegar sýnt fram á að þetta eru barnalegar hugleiðingar. Þetta er búið að reyna.

Liðir 4 - til 11 fylltir af bjartsýnistali sem því miður er ofar jarðar og jarðtengingar. Það er margt óréttlátt í þessu og ég veit að skynsemi ræður ríkjum hjá BHr. Þú hefur vonandi tíma að lesa þetta, og ef til vill svara sumu af þessu. NEI-takkinn er dýr í þessu máli!

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 28.6.2009 kl. 20:50

4 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

 Þakka þér  þessa  góðu athugasemd , Gísli.  En það er víst  borin von að hún slái á  bullið. Vona þó að  sem flestir lesi orð þín.

Eiður Svanberg Guðnason, 28.6.2009 kl. 21:13

5 Smámynd: Kjartan Björgvinsson

Gísli.  Ég tel mig ekki dómbæran á hvort einstök ákvæði samningsins sé eðlileg eða ekki, fremur en um önnur lagatækniatriði hans. Hins vegar tel ég mig fullfæran um að meta að verið er að gera bindandi samning fyrir hönd íslensku þjóðarinnar án þess að fram hafi komið hverjar afleiðingar hans verða, þegar ráðherrar svara spurningum þar að lútandi fara þeir annað hvort undan í flæmingi eða benda á niðurstöður matsaðila, sem svo neita að hafa framkvæmt matið.  Þetta er það sem mér og mörgum öðrum finnst óásættanlegt.  Vissulega verður Ísland að standa við skuldbindingar eins og hægt er, en hinu má ekki gleyma að hlutverk þjóðkjörinna fulltrúa og þeirrar framkvæmdastjórnar, (ríkisstjórnar) sem þeir velja sér er að gæta hagsmuna íslensku þjóðarinnar á ábyrgan hátt. Sem hluthafi í fyrirtækinu Íslandi get ég ekki samþykkt að skrifað sé undir samninga meðan ekki liggur fyrir hvaða afleiðingar þeir hafa. Ég vona að tími slíkrar áhættusækni sé liðinn á Íslandi og með henni vonandi, þetta reddast, hugsanahátturinn.

Með von um betri tíð og lægri vexti

Kjartan Björgvinsson, 28.6.2009 kl. 22:01

6 Smámynd: Offari

Það hefur engin ríkisstjórn leyfi til að skikka börnin mín til að borga annara manna þjófnað.  nei takk takkan á þetta.

Offari, 28.6.2009 kl. 22:23

7 identicon

Ég trúi orðum fulltrúa AGS, við verðum ekki útskúfuð úr alþjóðasamfélaginu.  Ég segi NEI við Icesave og vona að fleiri hafi kjark til þess.  Ég vil trúa því að við getum náð hagstæðari samningum.  Ég tel að fyrirliggjandi samningur hafi verið unninn undir allt of mikilli "pressu og af vanþekkingu".  Ég geri mér grein fyrir því að núverandi ríkisstjórn kemur aldrei til með að viðurkenna annað en að núverandi samningur sé það eina rétta, enda væri hún fallin ef hún gerði annað.  Margt liggur í "loftinu" sem segir að við náum í það minnsta skárri samningum, ef ekki bara mun betri.

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 28.6.2009 kl. 22:41

8 Smámynd: Dúa

ESB er einmitt þegar byrjað á lið nr. 8.

Það er engin spurning að þetta eru nauðasamningar sem eru þvingaðir fram.

Og já ég hef lesið samningana og tilskipunina og lögin .....

Dúa, 28.6.2009 kl. 23:51

9 Smámynd: Valgeir Skagfjörð

Takk fyrir þitt ítarlega og góða innleg Gísli Baldvinsson. Ég las þetta allt í gegn og vissulega hafa allir rétt fyrir sér á sinn hátt í þessu máli. Ég og mínir félagar í Borgarahreyfingunni erum enn að skoða og fara yfir gögn í þessu máli. Ég skora á þig að mæta á Borgarafund í Iðnó annað kvöld og taka þátt í umræðum um Icesave. Það er trúa mín að margt eigi eftir að koma fram þar sem áhugavert verður að hlusta á. Ég mun greiða atkvæði þegar ég tel mig geta tekið upplýsta ákvörðun og þá mun ég í einu og öllu leitast við að hafa dómgreind mína að leiðbeinanda og standa samvisku minni reikningskil hvernig svo sem allt veltist.

Kv.

Valgeir Skagfjörð 

Valgeir Skagfjörð, 29.6.2009 kl. 00:02

10 Smámynd: Valgeir Skagfjörð

Að lokum: Ég held að nú sé tími til að allir hvar í flokki sem þeir standa  snúi bökum saman, stígi upp úr skotgröfum flokkspólitíkur og vinni sameiginlega að lausn Íslands.

Oft var þörf en nú er nauðsyn.

Ef stjórnin fellur á Icesave þá myndum við þjóðstjórn sem vel gæti verið utanþingsstjórn, skipuð sérfræðingum sem mundu vinna  aðgerðaráætlun fyrir Ísland til næstu 5 ára.

Inni í því ætti að felast áætlun um að leggja niður 1. lýðveldið Ísland og hefjast handa við að stofna 2. lýðveldið Ísland þar sem gjörvöllu stjórnkerfinu yrði umbylt.

Valgeir Skagfjörð, 29.6.2009 kl. 00:07

11 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Icesave samningurinn, er hefðbundinn viðskiptasamningur. Er það gott?

einar_bjorn_bjarnason-1_867787.jpg Hefðbundinn viðskiptasamningur

Já, Icesave samningurinn, er venjulegur viðskiptasamningur. Í heimi alþjóðlegra viðskipta, eru öryggis ákvæði svipuð og í Icesave samningnum, sbr. "12. Atburðir sem heimila riftun," eðlileg. Í samningum milli t.d. einkabanka og einkafyrirtækis, eru allar eignir þess aðila, sem er að semja um lán, undir. Í því samhengi er eðlilegt, að vanhöld á greiðslum geti endað með gjaldþroti, yfirtöku eigna og sölu þeirra upp í skuldir. Munum, að þegar breska ríkisstjórnin, beitti ákvæðum hryðjuverkalaga, á eignir Kaupþingsbanka, sem þá var enn starfandi; þá voru öryggisákvæði lánasamninga KB banka sett í gang, mörg stór lán gjaldfelld, og síðasti starfandi stóri banki landsmanna, kominn í þrot. En, Ísland er ekki fyrirtæki.

Samingurinn við: Holland

Samningurinn við: Bretland

12.1.5. Gjaldfellingar annarra lána (Icesave - samningurinn við Bretland)

Í heimi viðskipta, er sjálfsagt mál, að gera ráð fyrir, að ef fyrirtæki kemst í greiðsluerfiðleika, vegna annarra óskyldra lána, þá geti það skaðað hagsmuni annarra kröfuhafa. Sú venja hefur því skapast, að setja inn ákvæði þ.s. gjaldfelling lána er heimil, ef fyrirséð er að önnur greiðsluvandræði, séu líkleg til að skaða almennt séð greiðslugetu þess aðila sem tók lánið. En, þegar um er að ræða samninga milli sjálfstæðra ríkja, er ekki endilega sjálfsagður hlutur, að láta þetta virka svona. Það er einfaldlega eitt af samningsatriðum, milli slíkra gerenda, hvort - annars vegar - samningur á að fylgja hefðbundnu mynstri viðskiptsamninga eða - hins vegar - hve nákvæmlega er fylgt hefðum og venjum markaðslegra viðskiptasamninga. Ég þarf varla að taka fram, að fyrir Ísland, er þetta ákvæði stórvarasamt, þ.s. líkur þess að Ísland lendi í greiðsluvandræðum með önnur lán, eru alls ekki óverulegar eða litlar, í því hrunástandi sem nú ríkir. Áhættusamt.

17. Lög og lögsaga (Icesave - samningurinn við Bretland)

Bresk lög og lögsaga mun gilda, um öll vafamál, sem upp kunna að koma í tengslum við Icesave samninginn. Hollendingar, hafa þó rétt til að leita til annarra dómstóla en breskra, en ekki Íslendingar. Hið fyrsta, er alveg rétt eins og talsmenn ríkisstjórnarinnar segja, að í hefðbundnum viðskipta samningum, sé það eðlilegt, að lög þess lands sem sá aðili er veitir lánið starfar, gildi þá um það lán. En, þ.s. Holland, Bretland eru ekki einka-bankar, og Ísland er ekki fyrirtæki; þá þurfa aðilar ekki að hafa hlutina með þessum hætti frekar en þeir vilja. Ríkisstjórnirnar, hefðu t.d. alveg eins getað samþykkt sín á milli, að úrskurðar aðili væri EES dómstóllinn og hann hefði lögsögu, þ.s. Evrópusambandið allt telst vera meðlimur að EES og Ísland er það einnig. Einnig, hefðu þjóðirnar, getað haft það samkomulag, sín á milli, að samningurinn skyldi taka mið af hefðum og reglum um þjóðarrétt; sem setur því umtalsverðar skorður hve hart má ganga gegn hagsmunum þjóða, í samningum. Nei, ekkert af þessu varð ofan á; Bretland og Holland, heimtuðu að reglur um viðskipta samninga skv. breskum regluhefðum, skildu gilda, og samninganefnd Íslands, einfaldlega sagði "". Með þessu verður ofan á sú leið, sem er varasömust fyrir hagsmuni Íslands og Íslendinga.

18. Friðhelgi og fullveldi  (Icesave - samningurinn við Bretland)

Það má vel vera, eins og ríkisstjórnin heldur fram, að eftirgjöf sú á friðhelgi og fullveldisrétti, sem ákvæði í 18. hluta Icesave samningsins kveða á um, eigi einungis við „í lögsögu annarra ríkja“ og að slík eftirgjöf sé venjuleg og einnig hefðbundin; svo dómstólar geti fjallað um deilumál og úrskurðað. Einnig má vera að þetta eigi ekki við eignir hérlendis, sem séu innan íslenskrar löghelgi.

17.3 Waiver of sovereign immunity
Each of the Guarantee Fund and lceland consents generally to the issue of any
process in connection with any Dispute and to the giving of any type of relief or
remedy against it, including the making, enforcement or execution against any of its
property or assets (regardless of its or their use or intended use) of any order or
judgment. lf either the Guarantee Fund or lceland or any of their respective property or assets is or are entitled in any jurisdiction to any immunity from service of process or of other documents relating to any Dispute, or to any immunity from jurisdiction, suit, judgment, execution, attachment (whether before judgment, in aid of execution or otherwise) or other legal process, this is irrevocably waived to the fullest extent permitted by the law of that jurisdiction. Each of the Guarantee Fund and lceland also irrevocably agree not to claim any such immunity for themselves or their respective property or assets

Hvergi er þó í texta Icesave samningsins beinum orðum, kveðið á að „friðhelgis- og fullveldis afsalið“ eigi einungis við eignir undir erlendri löghelgi, né kemur fram nokkur takmörkun um hvaða eignir getur verið að ræða; nema að fara verði eftir lögum þeirrar lögsögu þ.s. verið er að sækja málið. Er ríkisstjórnin, virkilega að treysta því, að hinir aðilarnir setji sömu merkingu í þessi ákvæði og hún gerir, án þess að sá skilningur komi skýrt fram í orðalagi? Er þetta dæmi um trúgirni eða barnaskap?

Af hverju er ekki skilgreint nánar, hvað átt er við, og hvað ekki?

Aðrar spurningar

A) Með affrystingu Icesave eigna, má búast við að aðrir kröfuhafar reyni að nálgast þær með því að hnekkja „Neyðarlögunum.“ Ef þeim verður hnekkt, missir „Tryggingasjóður innistæðueigenda“ núverandi forgangsrétt, þannig að þá þarf hann að keppa við aðra kröfuhafa um bitann. Þá, erum við ekki lengur, að ræða um að fá 75% - 95% upp í Icesave lánið. Frekar, 5% - 25% - en niðurstaðan, mun þá fara eftir því hve mikið reynist þá vera af öðrum forgangskröfum. Vitað, er að eignir Landsbanka, voru veðsettar upp í topp; og stór lán, höfðu fyrsta forgang.

B) Áætlanir, um að 75% - 95% fáist upp í Icesave miða allar við bjartsýnar spár, um að hagkerfi Evrópu byrji að rétta við sér, á næsta ári. Á þessari stundu, er engin leið að vita hvort sú verði raunin. Eitt er víst, sjá meðfylgjandi mynd, að kreppan er verulega verri í Evrópu en í Bandaríkjunum, svo búast má við að bati verði lengur á leiðinni, í Evrópu en í Bandaríkjunum. Það má einnig vera, að bati verði hægur og langdreginn. Evrópa, er alveg sérlega óheppin, því að kreppan, mun stuðla að mjög alvarlegri skuldaaukningu margra Evrópuríkja, en á sama tíma er svokölluð "demographic bomb" að skella á; þ.e. neikvæð mannfjölgun, of lítið af ungu fólki til að tryggja sterkan hagvöxt. Evrópa, getur átt framundan, langt tímabil efnahagslegsrar stöðnunar; þ.s. kostnaður af skuldum ásamt tiltölulega fámennum vinnumarkaði, stuðli að langvarandi efnahagslegum hægagangi, sambærilegum þeim sem Japan hefur verið í, alla tíð síðan við árslok 1989.

recession_867788.jpg

 

 C) Áhrif á lánshæfismat. Skv. nýjustu fréttum, eru stofnanir sem sjá um lánshæfismat, að íhuga að fella Ísland niður úr B flokki, niður í C flokk. Lækkun niður í C flokk, þýðir að mat matsfyrirtækja, er þá það, að hættan sé veruleg, að Ísland fari í þrot, og hætti að geta borgað af lánum. Skuldbindingar, í C flokki, eru taldar mjög áhættusamar, og ganga kaupum og sölum með háum afföllum. Lægsti flokkurinn, er svo D - sem við getum kallað "algert rusl" - en hann nær yfir skuldbindingar aðila, sem þegar eru orðnir gjaldþrota, sem sagt pappírar sem taldir eru nánast einskis virði. Það eru pappírar, sem ganga kaupum og sölum, t.d. á 1 - 2% af upphaflegu andvirði.

Frétt, Telegraph.co.uk, er því röng að því leiti, að D flokkur er hið eiginlega rusl, ekki C flokkur. 

Frétt Telegraph.co.uk: Telegraph.co.uk: Iceland at risk of a 'junk' credit rating

Fall niður í C - er mjög alvarlegur hlutur, því þá hækkar allur lántökukostnaður ríkisins. Ástæðan fyrir því, að þetta er mjög stórt áfall, er sú að við skuldum þegar mjög mikið. Hættan, er því mjög mikil, að af stað fari, neikvæður vítahringur skuldaaukningar sem leiði til algers hruns, í framhaldinu. Ég treysti mér, ekki alveg til að fullyrða að Icesave samingurinn, sé ástæðan fyrir því, að matsstofnarnirnar, eru að endurmeta mat sitt á Íslandi, akkúrat núna. En, hafið í huga, að útilokað er annað, að svo stór aukning skulda sem 650 - 900 milljarðar, hafi einhver neikvæð áhrif á okkar lánshæfismat. Lánshæfismat okkar, var þegar komið hjá flestum aðilum niður í neðsta hluta B skalans, þ.e. BBB - en ekki t.d. BBA eða BAA. Það þurfti því ekki að framkalla stórt viðbótar rugg, til að við myndum lækka niður í C. Það er því alveg fullkomlega trúverðugt, að líta á Icesave samninginn, sem hlassið sem sé að framkalla þessa lækkun um flokk. Icesave samningurinn, er því sennilega þegar að valda þjóðinni mjög alvarlegum skaða, þó hann sé enn formlega ófrágenginn.

Athugið, að án formlegrar staðfestingar Alþingis, á að Ísland standi bak-við þessar innistæðutryggingar, er þetta ekki formlega orðin skuld Íslands. Sannarlega, er það skv. hefð, um slíkar tryggingar, að lönd standi undir þeim,,,en aðstæður Íslands, eru nokkur sérstæðar í þessu samhengi. Sennilega, hefur aldrei nokkrusinni það gerst, að innistæðutrygging í erlendri mynnt, hafi náð slíkum hæðum samanborið við landsframleiðslu þess lands, sem á að standa undir því. Þegar, það atriði er haft í huga, og einnig að atburðarásin sem leiddi til þessa gríðarlegu upphæða afhjúpaði - sem viðurkennt er - alvarlega galla á innistæðutryggingakerfi ESB og EES; þá er það ekki alveg þannig, að við Íslendingar, eigum engin málefnaleg gagnrök - né er það þannig, að rétturinn sé allur hinum meginn.

Persónulega, get ég ekki með nokkrum hætti séð, að Ísland geti staðið við þennan samning,,,þ.e., að það sé einfaldlega mögulegt. Að mínu mati, eru fullyrðingar um hið gagnstæða, ósannfærandi.

D) Við getum ekki sókt um aðild að ESB, meðan Icesave deilan stendur enn. Því er haldið fram, að þessi mál - Icesave og ESB - séu alveg óskyld mál. En, það er alveg augljóst bull og vitleisa.

A) Vitað er að Össur, utanríkisráðherra, stefnir að því að senda inn umsókn um aðild fyrir lok júlí.

B) En, ef við fellum Icesave, þá verður alveg þíðingarlaust fullkomlega að senda inn slíka umsókn, því að þá er fullkomin vitneskja fyrir þvi að Bretland og Holland, munu blokkera aðgang Íslands að ESB.

Ég persónulega, er hlynntur því að sækja um aðild, og athuga hvað fæst; en ekki sama hvað það kostar. Ég held, af tvennu íllu, sé betra að fórna möguleikanum á aðild. Ég skil ekki, þá einstaklinga, sem halda því statt og stöðugt fram, að málin séu ótengd.

Þau hreinlega geta ekki verið tengdari.

Niðurstaða

Icesave er á hæsta máta, varasamur samningur. Er hættulegra að hafna honum? Meti hver fyrir sig. Mín skoðun, „Höfnum honum.“ Síðan, skal leita nýrra samninga.

Kveðja, Einar Björn Bjarnason, stjórnmálafræðingur og Evrópufræðingur

Einar Björn Bjarnason, 29.6.2009 kl. 02:46

12 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Ég tek undir með Brynjari: "ég er ekki að upplifa að það sé mikil samúð með okkur íslendingum á alþjóða vísu".  

Okkur er stillt upp við vegg og þetta eru nauðarsamningar. Samningar sem eru þannig tilkomnir ahaf sjaldnast orðið nokkurri þjóð til góðs en eins og Líndal segir í sínu sjónvarpsviðtali í gær, við erum sigruð þjóð í þessari stöðu.

Marta B Helgadóttir, 29.6.2009 kl. 08:46

13 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson


NEITUM AÐ GREIÐA - ENGA SAMNINGA

Facebook hópurinn

Stofnaður hefur verið Facebook hópur, sem hefur að markmiði baráttu gegn Icesave-samningnum. Á þessu stigi ber hæst eftirfarandi niðurstöður:

  • Íslendingum ber ekki lagaleg né siðferðileg skylda, að greiða Icesave-reikningana.
  • Því er hafnað, að Alþingi samþykki samninga við Breta og Hollendinga um Icesave.
  • Það er ekki hagsmunamál Íslendinga, að koma Icesave-málinu til meðferðar dómstóls.
  • Alþingi verður að samþykkja YFIRLÝSINGU, til að virkja lagalegan rétt þjóðarinnar.

Loftur Altice Þorsteinsson, 29.6.2009 kl. 11:54

14 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

"Sigruð þjóð"

Það, fannst mér einmitt, vera hneykslanleg ummæli. 

Hvenær, áttum við að byrja að hugsa þanni?

Þegar, við vorum að berjast fyrir sjálfstæði.

Þegar, við stóðum í landhelgisstríðum.

Reyndar, finns mér, athyglisverð ákveðin endurskoðunarhyggja, sem er uppi núna, gagnvart landhelgisstríðunum, að við Íslendingar höfum þá hegðað okkur eins og óþægir krakkar. Núverandi sérfræðingur við HÍ, er kennir alþjóðamál, er þessarar skoðunar.

Skv. skoðun, Evrópusinnaðra svokallaðr alþjóðafræðinga, eru reglurnar sjálfar, orðnar það heilagar, að þær standa að því er virðist, réttlætinu æðra.

Það, er nefnilega alveg rétt, að í landhelgisstríðunum, brutu Íslendingar, aþjóðareglur. En, munið, við unnum það mál.

Aðstaða okkar er ekki sú sama í dag. En, ekki er hún heldur, vonlaus. Það að ákveða slíkt fyrirfram, er aumingjaskapur af hæstu sort.

VIÐ VERÐUM AÐ BERJAST, OG VIÐHALDA VILJANUM TIL AÐ BERJAST. EF, VIÐ ERUM SJÁLF OF MIKLIR AUMINGJAR TIL AÐ BERJAST FYRIR OKKAR EIGIN HAGSMUNUM, MUN ENGINN ANNAR KOMA FRAM, TIL AÐ REDDA OKKUR. ÞÁ FÖRUM VIÐ Í ÞAÐ FAR, AÐ VERÐA FÓRNARLÖMB - EN FÓRNARLAMBA HEGÐUN, FELST Í ÞVÍ AÐ LEGGJAST ÆTÍÐ FLATUR; OG LÁTA LABBA YFIR SIG, VERA GÓLFMOTTA.

Ég hef engan, áhuga á, að Íslendingar gerist, gólfmottur. Við, eigum þvert á móti, að berjast, þar til yfir líkur.

Við höfum, það sem varaleið, að leita til Sáms frænda, ef ekki reynist hægt að tjónka við Evrópu.

Það, er einmitt þ.s. ég við að við gerum, ef ekki reynist hægt, að semja upp á nýtt, eftir að við höfnum Icesave.

Í allra versta falli, þurfum við að taka á móti, einhverjum einstaklingum frá Guantanamo. En, Obama, er um þessar mundir, að reyna að loka þeim fangabúðum, en gengur erfiðlega, þ.s. nánast enginn vill taka við þessu fólki. Þ.e. alls enginn vafi, að þetta gefur möguleika, á greiða á móti greiða.

Ég vil þó einungis, benda á þetta sem PLAN B - ef allt annað bregst.

En, allt er skárra, en að leggjast marflatur, og gefast upp.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 29.6.2009 kl. 12:16

15 identicon

Sammála Einari Birni. Það er betra að falla með sæmd og neita að láta svínbeygja sig.

Það virðist sem Sf og VG hafi upgötvað mögueikann á að "láta svínbeygja sig með heiðri og sóma". Og einmitt þetta viðhorf: Okkur var stillt upp við vegg, við eigum ekki annars völ...það er aumingjaskapur og undirlægjuháttur. Og það sem ég aldrei mun geta skilið er það að íslensk þjóð og ófædd börn hennar skuli dregin til ábyrgðar vegna þessa.

Það þarf kannski að setja inn í stjórnarskrá á undan mannréttindakaflanum. Hver sá sem fæðist á Íslandi eða fær ríkisborgararétt skuldar 12 milljónir.??

Hrönn (IP-tala skráð) 29.6.2009 kl. 13:08

16 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það er eitt, sem gleymist hjá þeim, sem tala gegn þessum samningi og segja að við eigum bara að láta erlenda innistæðueigendum fá það, sem fæst út úr þrotabúinu og tryggingasjóði innistæðueigenda. Það er sú staðreynd að þegar ákveðið var með lögum frá Alþingi að greiða öllum íslenskum innistæðueigendum í topp þá var sá peningur, sem í það fór tekin úr þrotabúinu. Því er það ekkert annað en þjófnaður úr þrotabúi ef við íslendingar greiðum það ekki til baka inn í þrotabúið um leið og við ákveðum að láta erlenda innistæðueigendur einungis fá það, sem þaðan fæst og út tryggingasjóðnum.

Það er hægt að sýna þetta með einföldu dæmi.

Bankinn er með þrjá viðskiptavini, einn íslending og tvo erlenda viðskiptaviðni. Þeir eiga allir 12 milljónir hver inni í bankanum eða samtals 36 milljónir. Nú fer bankinn í þrot og út úr þrotabúini og tryggingasjóði innistæðueigenda fást 18 milljónir eða, sem nemur helmingi innistæðananna.

Ef allir innistæðueigendurnir eru látnir sitja við sama borð þá fá þeir 6 milljónir hver til baka. Það gerist hins vegar ekki vegna þess að Alþingi íslendinga ákvað að íslenski innistæðueigandinn skyldi fá allt sitt. Hann fær því sínar 12 milljónir og þá eru aðeins eftir 6 milljónir fyrir báða útlendingana og fá þeir því 3 milljónir hvor eða helmingi minna en þeir hefðu fengið væru þeir látnir sitja við sama borð og íslenski innistæðueigandinn.

Ef við látum þetta fara svona eins og ýmsir vilja láta gera þá er þetta ekkert annað en þjófnaður úr þrotabúi. Þarna er íslenska innistæðueigandanum gefnar 6 milljónir og það fjármagnað með þjófnaði frá erlendu innistæðueigendunum. Ef Alþingi ákveður að gera þetta þá gera þeir okkur íslendinga, sem þjóð að ómerkilegum þjófum og ætli orðið "landráð" eigi ekki frekar við það heldur en að ákveða að við íslendingar stöndum við erlendar skuldbingingar okkar þó það kosti okkur fé.

Það er því lágmarkskrafa á okkur íslendinga að við greiðum inn í þrotabúið mismunin á þeirri upphæð, sem íslensku innistæðueigendurnir fengu til baka og því, sem þeir hefðu fengið til baka ef þeir hefðu verið látnir sitja við sama borð og erlendu innistæðueigendurnir. Síðan er það spurning hvort það verði hærri upphæð en við þurfum að greiða samkvæmt Icesave samkomulaginu.

Sigurður M Grétarsson, 29.6.2009 kl. 13:18

17 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Það er athyglisvert að sjá, að Sigurður M. Grétarsson heldur fast á hagsmunum útlendinga og vill leggja sem mestar kvaðir á komandi kynslóðir Íslendinga. Benda má á, að neyðarlögin mismunuðu ekki eftir þjóðerni heldur eftir landsvæðum. Slík mismunun er alþekkt og meðal annars stunduð af Bretum.

Ef neyðarlögin standast ekki úrskurð dómstóla, þá er ekkert annað að gera en láta þau ganga til baka. Ríkið verður þá að endurgreiða þrotabúum bankanna einhverjar upphæðir og þar með fást lok á því máli.

Ég tel miklar líkur til að neyðarlögin haldi fullkomlega. Þau voru líklega 12 mánuði í undirbúningi og sú mismunun sem þau fjalla um hlýtur að hafa verið vel ígrunduð. Þjófatal Sigurðar er með ólíkindum og sýnir mikla vanþekkingu.

Loftur Altice Þorsteinsson, 29.6.2009 kl. 14:17

18 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Hmm, Grétar,,,þ.e. er rétt ábending hjá þér, eða ég skil það allavegna þannig að það sé ábending þín, að það er frekar líklegt að 'Neyðarlögin' frægu, einmitt þau lög sem tryggja 'Tryggingasjóði innistæðueigenda' þann forgang sem þú vísar til, FALLI.

Þá, eins og þú virðist benda á, breytist allt. Forsendur ríkisstjórnarinnar hrynja, þ.s. þá mun staða 'Tryggingasjóðs innistæðueigenda' verða jöfn öðrum kröfuhöfum, sem einnig eru með kröfur með háan forgang.

Við þær aðstæður, munum við fá e - h á bilinu 5 - 35% (skv. allra bjartsýnasta mati á þeim tilteknu aðstæðum) upp í okkar kröfur, eftir því sem kaupin ganga þarna á eyrinni. Restin, mun svo lenda á þjóðinni.

Að mínum dómi, er þetta alvarlegasti einstaki veikleiki samkomulagsins, hæpnasta einstaka forsendan af þesim forsendum, sem ríkisstjórnin hefur sett sér, í tengslum við Icesave samkomulagið.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 29.6.2009 kl. 14:19

19 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Sigurður M Grétarsson!

Það er grundvallarmunnur á því hvort íslenska ríkið borgar út krónur eða pund.

Innistæðurnar sem íslendingar á íslandi fengu greiddar að fullu voru í íslenskum krónum sem er lögeyrir á íslandi og seðlabanki íslands getur gefið út að vild með þeim annmarka að það rýrir gildi krónunar (þjófnaður á krónum).

Sama gerðu bresk stjórnvöld gagnvart þarlendum innistæðum í sinni heima mynnt GBP enda ekki flókið bara prenta pund eins og með þarf (þjófnaður á pundum), utan að þeir neyta að tryggja innistæður á icasave jafnvel þó inistæðurnar hafi verið í þerra lögeyri, á þeirri forsemdu að bankinn hafi verið á íslenskri kennitölu og samkvæmt þeirra skilnigi á reglum EES þá beri ísenska ríkinu að greiða og það jafnvel þó það geti ekki prentað pund.

Guðmundur Jónsson, 29.6.2009 kl. 14:20

20 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Hmm, (ég meinti náttúrulega) Sigurður,,,þ.e. er rétt ábending hjá þér, eða ég skil það allavegna þannig að það sé ábending þín, að það er frekar líklegt að 'Neyðarlögin' frægu, einmitt þau lög sem tryggja 'Tryggingasjóði innistæðueigenda' þann forgang sem þú vísar til, FALLI.

Þá, eins og þú virðist benda á, breytist allt. Forsendur ríkisstjórnarinnar hrynja, þ.s. þá mun staða 'Tryggingasjóðs innistæðueigenda' verða jöfn öðrum kröfuhöfum, sem einnig eru með kröfur með háan forgang.

Við þær aðstæður, munum við fá e - h á bilinu 5 - 35% (skv. allra bjartsýnasta mati á þeim tilteknu aðstæðum) upp í okkar kröfur, eftir því sem kaupin ganga þarna á eyrinni. Restin, mun svo lenda á þjóðinni.

Að mínum dómi, er þetta alvarlegasti einstaki veikleiki samkomulagsins, hæpnasta einstaka forsendan af þesim forsendum, sem ríkisstjórnin hefur sett sér, í tengslum við Icesave samkomulagið.

Það er því, á hæsta máta, ábyrgðalaust að samþykkja þennan tiltekna samning um Icesave, sem ríkisstjórnin hefur undirritað. Fullkomið glapræði.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 29.6.2009 kl. 14:24

21 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Afgreiða þetta mál strax í dag á þingi og senda svo umsókn að esb á morgun.

Þetta tvennt á að gera og svo að halda áfram uppbyggingarstarfi.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 29.6.2009 kl. 14:35

22 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Það er rétt og mikilvægt atriði sem Guðmundur bendir hér á. Allur munur er á "sýndar peningi" (fiat money) og "alvöru peningi" (real money). Fyrir okkur eru Pund "alvöru peningur" vegna þess að vinna þarf fyrir þeim hörðum höndum með útflutningi, en fyrir seðlabanka Bretlands kostar framleiðsla Punda bara prentun.

Raunar er það svo, að seðlabanki Bretlands hefur í marga mánuði verið að gefa Pund og lána gegn ónýtum veðum. Þetta er gert til að örfa viðskipti í efnahagskerfinu og telst til "hókus-pókus" aðferða seðlabankanna.

Horfum fram hjá því að við erum ekki skuldbundin að lögum eða siðferði til að greiða Icesave. Þetta yrði einungis hinn pólitíski farvegur Ingibjargar Sólrúnar. Hvers vegna í ósköpunum ættum við þá að endurgreiða alla upphæðina í Pundum, auk hárra vaxta ? Sanngjarnt gæti verið að við greiddum prentkosnað seðlanna, annað hvort strax eða eftir 15 ár með eðlilegum vöxtum !

Loftur Altice Þorsteinsson, 29.6.2009 kl. 15:46

23 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Guðmundur Jónsson. Það skiptir engu í hvaða gjaldmiðli íslensku innistæðurnar voru. Kostnaðurinn við að greiða þær að fullu var ekki fjármagnaður með peningaprentun heldur var hann fjármanaður með því að taka þá peninga úr þrotabúi Landsbankans. Sá, sem ákvað að innistæðueigendur í íslenskum útibúum bankans fengju meira greitt en réttur þeirra til greiðslna úr þrotabúinu náði til á að bera kostnaðinn af því en ekki aðrir kröfuhafar í þrotabúið. Þar, sem það var Alþingi, sem ákvað það þá eru það íslenskir skattgreiðsendur, sem þurfa að greiða þann kostnað.

Loftur. Það má vel vera að við séum hvorki skuldbundin til þess lagalega né siðferðilega að greiða Icesave skuldbindingar Landsbankans en við erum þó bæði lagalega og siðferðilega skuldbundin til að greiða kostnaðinn við ákvaðanir Alþingis. Við höfum hvorki lagalegan né siðferðilegan rétt á að láta aðra innistæðueigendur borga þann brúsa. Það að benda á það getur ekki á nokkurn hátt talist vera að "halda fast á hagsmunum útlendinga, sem vilja setja kvaðir á komandi kynslóðir Íslendinga". Það var Alþingi, sem setti þessar kvaðir á íslenska skattgreiðendur með því að ákveða að innistæðueigendur á Íslandi skyldu fá meira greitt en, sem rétti þeirra úr þrotabúinu nemur. Ef kostnaðinum við það er ekki skilað aftur inn í þrotabúið þá er það einfaldlega þjófnaður úr þrotabúinu. Þetta eru alvöru peningar en ekki neinir "sýndar peningar" og því fáránlegt að tala um eihvern prentkostnað punda, sem eina kostnaðinn við þetta og lýsir það mikilli vanþekkingu á málinu að tala með þeim hætti.

Sigurður M Grétarsson, 29.6.2009 kl. 17:45

24 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Þú gefur þér Sigurður forsendu, sem þú hefur ekki hugmynd um. Málsgreinin sem þú ætlar Guðmundi er rétt, því aðeins að neytarlögin hafi verið ólögleg. Það sem Guðmundur segir er einnig rétt, því að Krónan er "sýndar peningur" eins og hann segir. Ég benti einnig á:

Ég tel miklar líkur til að neyðarlögin haldi fullkomlega. Þau voru líklega 12 mánuði í undirbúningi og sú mismunun sem þau fjalla um hlýtur að hafa verið vel ígrunduð.

Í málsgreininni sem þú ætlar mér ertu einnig að tala um það sem þú hefur ekki hugmynd um. Ef neyðarlögin standast er þetta tóm vitleysa hjá þér. Þú ruglar ítrekað saman Icesave-reikningunum og hugsanlegum bótum sem ríkið yrði að greiða ef neyðarlögin reynast ógild.

Það sem ég sagði um prentkostnað Punda er allt rétt. Þessi kostnaður er vegna hugsanlegs láns frá Bretum til að greiða Icesave-reikningana.

Loftur Altice Þorsteinsson, 29.6.2009 kl. 18:19

25 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Sigurður M

Á meða ríksjóður gefins lands er rekinn meða halla er allur peningur sem umræddur ríksjóður tekur að sér að greiða í sínum lögeyri tæknilega séð seðalprentun sem lækkar virði hans(lögeyrissins).

Guðmundur Jónsson, 29.6.2009 kl. 18:48

26 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Loftur. Nei ég er ekki að rugla saman Icesave reikningunum og því ef neyðarlögin reynast ógild. Neyðarlögin eins og þau eru innihalda þjófnað úr þrotabúi Landabankans eins og dæmið sýnir. Þau leiða til þess að minna er eftir til skiptanna fyrir innistæðueigendur í erlenda hlutanum en væri ef ekki hefði verið tekið fé úr þrotabúi bankanna til að greiða innistæðueigendum í íslensku útibúunum upp í topp.

Guðmundur. Það eru tvær leiðir til að fjármagna hallarekstur ríkisins. Önnur leiðin er penongaprentun og hin er lántaka. Ef hallarekstur er fjármagnaður með lántöku þá er það hvorki raunverulega né tæknilega séð seölaprentun.

Það er alveg sama hvernig menn reyna að fara í kringum það þá er það ákvæði neyðarlaganna að greiða innistæðueigendum í íslensku útibúunum upp í topp án þess að fjármagn kæmi utan þrotabúsins til að fjármagna það að greiða þeim umfram það, sem þeir annars ættu rétt á úr þrotabúinu tekið frá öðrum innistæðueigendum og er því ekkert annað en þjófnaður úr þrotabúinu.

Það að við skuldum það aftur inn í þrotabúið er alveg óháð því hvort neyðarlögin halda eða ekki. Þær málsóknir, sem væntanlegar eru vegna neyðarlaganna snúast ekki um þetta. Þær snúast um lögmæti þess að breyta reglum um forgang í þrotabúin eftir að ljóst var hvert stefni með bankanna. Ef íslensk stjórnvöld tapa því máli þá þurfa þau að greið öðrum kröfuhöfum en innistæðueigendum munin á því, sem þeir hefðu fengið ef neyðarlögin hefðu ekki verið sett og því, sem þeir fá.

Málsóknin gegn neyðarlögunum snýst því ekki um kröfur neinna innistæðueigenda heldur þvert á móti um aðra kröfuhafa en innistæðueigendur. Sá kostnaður, sem íslenska ríkið lendir í ef það tapar því máli er alveg óháður því hvort við samþykkjum Icesave samkomulagið eða ekki. Íslenska ríkið mun þurfa að greiða þessum kröfuhöfum skaðan af neyðarlögunum ef þau reynast ekki halda algerlega óháð Icesave samkomulaginu.

Í stuttu máli.

 Ef neyðarlögin eru dæmd ógild þá leiðir það til skaðabótaskyldu íslenska ríkisins við aðra kröfuhafa en innistæðueigendur vegna þeirrar ákvörðunar að setja innistæður í forganf fram yfir aðrar kröfur eftir að ljóst var að bankarnir stenfndu í þrot. Málsóknin snýst um að það hafi verið ákvörðun um að breyta forgangsröðun í þrotabúið eftirá þó bankarnir hafi þá ekki verið komnir í þrot því ljóst hafi mátt vera að þær væru að fara í þrot.´

Sú ákvörðun að greiða innistæðueigendum í íslensku útibúunum umfram þeirra hlut úr þrotabúinu án þess að setja inn fé á móti til að mæta þeim mismuni á greiðslum til íslensku innistæðueigendanna er þjófnaður úr þrotabúinu vegna þess að það leiðir til þess að aðrir innistæðueigendur fá minna í sinn hlut. Það er alveg óháð því hvort neyðarlögin standast eða ekki.

Sigurður M Grétarsson, 29.6.2009 kl. 23:14

27 Smámynd: Þ.Jónsson

Í Ríkisreikningi vegna áranna 2005 og 2006 er Ríkisendurskoðandi að gera athugasemdir vegna Tryggingasjóð Innistæðueiganda þar sem kemur fram eftirfarandi: Tryggingasjóður innistæðueigenda ekki ekki eign ríkissjóðs samkvæmt enduskoðun Ríkisendurskoðunar fyrir árið 2005 samkv.Ríkisreiknings birt okt 2006

Ríkisendurskoðun ítrekar þá skoðun sína að ríkisreikningsnefnd taka til skoðunar hvort fella beri Tryggingasjóð innistæðueigenda og fjárfesta úr D-hluta ríkisreiknings þar sem forsendur eru ekki taldar vera fyrir hendi.

og líka

Ríkisendurskoðunar fyrir árið 2006 samkv.Ríkisreikning birt sept 2007

Ríkisendurskoðun áréttar enn þá skoðun sína að ríkisreikningsnefnd taki til skoðunar hvort fella beri Tryggingasjóð innistæðueigenda og fjárfesta úr D-hluta ríkisreiknings þar sem forsendur fyrir birtingu eru ekki taldar vera fyrir hendi. Tryggingasjóðurinn getur með engu móti talist eign ríkissjóðs og hann ber heldur ekki ábyrgð á skuldbindingum hans.

Þetta eru Ítrekaðar athugasemdir Ríkisendurskoðanda!

Og hvað hefur breyst í skilgreiningu Ríkisendurskoðanda?

Og hvaða þýðingu hefur álit og skoðun Ríkisendurskoðunnar?

Og sendi ég fyrirspurn til Ríkisendurskoðunnar fyrir helgi um þetta mál en enn hafa engin svör fengist þaðan. Kannski er þöggun í gangi eða hvað?

En það kemur skýrt fram að "Tryggingasjóðurinn getur með engu móti talist eign ríkissjóðs og hann ber heldur ekki ábyrgð á skuldbindingum hans." og þetta eiga allir þingmenn að vita, eða er það ekki?

Kv. ÞJ

Þ.Jónsson, 30.6.2009 kl. 04:29

28 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þú ert að vakta athugasemdir við þessa færslu. Hætta að vakta addInitCallback(commentWatch.init);

1 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Sæll, las færsluna hans, var einnig á borgarafundinum.

Ég er sammála því, að Steingrímur, varði þá afstöðu, sem hann tekur mjög skilmerkilega. Einnig, kom vel fram í máli hans, hve síðasta ríkisstjórn, hefur rækilega grafið undan samningsaðstöðu okkar Íslendinga.

Ég ætla ekkert að fara í grafgötur með, að hún er mjög erfið; þ.e. sú saga sem hann rakti, svo skilmerkilega, er höfð í huga.

Áður er ég fer lengra, vil ég leggja hér inn, áætlun um viðskiptajöfnuð, til 2014.

http://www.fjarmalaraduneyti.is/media/utgefid-efni/frettabref2/vefritstilraun/THBUSK_Vorskyrsla_2009.pdf

Viðskiptajöfnuður, % af VLF
2008                          -23,3
2009 - 2014                 -1,2
2011                             -1,1
2012                             -2,1
2013                             -1,2
2014                             -1,1

Þetta er tekið úr skýrslu, sem lesa má á vef Fjármálaráðuneytis.

Ég bendi á þetta, þ.s. Gylfi viðurkennir sjálfur, að afgangur á útflutningstekjum þurfi að vera á bilinu 4 - 6%, til að hægt sé að standa undir Icesave. Þá eru ekki aðrar skuldbindingar, upptaldar.

Ástæða fyrir hallanum, þrátt fyrir að gert sé ráð fyrir öflugum útflutningi, er neikvæður afgangur af svokölluðum "þáttatekjum". Þar virðist ráða um, halli á fyrirtækjum í eigu hins opinbera; þ.e. að stærstum hluta halla á bönkunum. En, hann stafar af því, að eignir eru mest í erlendum gjaldeyri á meðan að skuldir eru mest í innlendum. Þetta er ekki enn leyst, en er hugsanlegt að verði.

En, einnig er stór hluti í "þáttatekjuvandamálinu"tap af skuldabréfum, þá einkum svokölluðum "krónubréfum".

En, þáttatekjur samanstanda af hlutabréfaeign og skuldabréfaeign ríkissjóðs. Nú, er heildartap af því dæmi, og fyrirsjáanlega áfram; og það stórt, að jákvæður annars vöruskiptajöfnuður verður neikvæður, fyrir næstu ár.

Þetta, tel ég vera alvarlegt vandamál, sama hvað Gylfi segir.

Um samninginn sjálfan:

  • ekki er vitað, að hvaða marki eignir ganga uppí höfuðstól. Spá um 75% verður að teljast bjartsýn,,,en er þó hugsanleg útkoma. Síðan bætast við vextir, 375 milljarðar á 15 árum.
  • gjaldfellingarákvæði, ef Íslendingar lenda í vanda með önnur óskyld lán,,,verður að teljast mjög varasamt. Árið 2011, verður stór gjalddagi. Skv. (http://www.althingi.is/altext/137/s/pdf/0204.pdf) er skuldabyrðin það ár hvorki meira né minna en 18,7% af landsframleiðslu, af erlendum lánum. Gylfi, aðspurður taldi, að hægt væri að endurfjármagna það lán. Ljóst er af því, að hann veit að þetta er 'problem'. Athugaðu, að hlutfall af landsframleiðslu er ekki aðalatriðið í þessu samhengi, heldur hve stór afgangurinn er af útflutningstekjum. Gylfi veit, að það er ekki nokkur séns, að ná fram afgangi af útflutningstekjum, sem dugar fyrir þeim gjalddaga. Það er ástæðan fyrir því, að hann talar þess í stað, um endurfjármögnun. Þetta hljómar, eins og bjartir bankastjórarnir í endurminningunni, sem allt fram á síðasta dag, töluðu bjartir um að allt væri í lagi, og að þeir væru góðir fyrir skuldum. Árið, 2011 er því, sennilega þegar Icesave verður gjaldfellt. Þá er skv. samningnum, heimilt að ganga að eignum ríkisins, hvar sem er í heiminum. Ekki hvaða eignum sem er, en öllum svokölluðum aðfararhæfum eignum, sbr. hlutabréfaeignum í fyrirtækjum. Ríkið á t.d. núna, meirihlutan í Flugleiðum, en einnig fjölmörgum öðrum mikilvægum fyrirtækjum, vegna gjaldþrota hluthafa. Ekki er heldur hægt að útiloka, að Landsvirkjun sé aðfararhæf, og einnig Orkuveitan og Ríkisútvarpið.
  • endurskoðunarákvæði, er fullkomlega gagnslaus, þ.s. það felur ekki í sér neinar skuldbindingar til gagnaðila, að þeir taki tillit til, breyttra aðstæðna. Einungis, um að ræða málið, án nokkurra frekari skuldbindinga.

Icesave samningurinn; er gríðarlega varasmur, vegna víðtæks réttar gagnaðila um að ganga að eignum ríkisins. Að auki, er mjög óvíst, hvernig á að far að því að standa undir honum.

Ljóst er, að "nýútgefin þjóðhagsspá" fyrir 2009 - 2014, sem gerir ráð fyrir neikvæðum afgangi fyrir allt það tímabil, eykur manni ekki bjartsýni, í þeim efnum.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 1.7.2009 kl. 14:29

29 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Þ.Jónsson, að því er ég bezt veit varð Atli Gíslason fyrstur til að benda á afstöðu Ríkisendurskoðunar. Hann hélt ræðu á Alþingi 05.desember 2008, þar sem hann birti ummæli Ríkisendurskoðunar um tryggingasjóðinn. Allir þingmenn sem hafa verið vakandi undir ræðunni, ættu því að vita þetta. Ræðuna er að finna hér:

http://www.althingi.is/altext/raeda/136/rad20081205T192200.html

Ég hef nefnt þessa afstöðu Ríkisendurskoðunar, til dæmis hér:

http://altice.blog.is/blog/altice/entry/892514/

http://altice.blog.is/blog/altice/entry/906051/

Loftur Altice Þorsteinsson, 1.7.2009 kl. 15:56

30 Smámynd: Þ.Jónsson

Ég hef fengið svar frá ríkisendurskoðun um rökin fyrir afstöðu ríkisendurskoðunnar, sem ég leyfi mér að birta hér, enda um opinbert plagg að ræða.

Fjárlaganefnd Alþingis 31. október 2008 F-79

b.t. Gunnars Svavarssonar, LÖ/bb

Alþingi

150 Reykjavík.

Vísað er til erindis nefndarinnar, dags. 15. október sl., þar sem bent er á að í skýrslu sinni um endurskoðun ríkisreikning fyrir árið 2006 hafi Ríkisendurskoðun áréttað þá afstöðu sína að ríkisreikningsnefnd taki til skoðunar hvort fella beri Tryggingasjóð innstæðueigenda og fjárfesta úr D-hluta ríkisreiknings. Jafnframt er í bréfi nefndarinnar bent á að í skýrslu Ríkisendurskoðunar um skuldbindandi samninga ráðuneyta og styrkveitingar ríkissjóðs á árinu 2006 sé þessi ábyrgð ekki tilgreind sbr. ofangreint.

Til svars erindinu tekur Ríkisendurskoðun fram að í ríkisreikningi ber að fjalla um bókhald og reikningsskil ríkisaðila, sbr. I. kafli fjárreiðulaga nr. 88/1997. Í 2. gr. laganna er að finna skilgreiningu á hugtakinu ríkisaðili. Samkvæmt henni telst sá vera ríkisaðili, sem fer með ríkisvald og þær stofnanir og fyrirtæki, sem eru að hálfu eða meiri hluta í eigu ríkisins.

Í 3. gr. er fjallað um flokkun í ríkisreikningi. Þar er í 4. tölulið mælt fyrir um að til D-hluta ríkisreiknings skuli teljast fjármálastofnanir ríkisins, þar með taldir bankar og vátryggingarfyrirtæki í eigu ríkisins enda séu þær hvorki sameignar- né hlutafélög. Í athugasemdum við nefndan 4. tölulið 3. gr. í frumvarpinu að fjárreiðulögunum sagði m.a. svo:

“Hér er átt við starfsemi peningayfirvalda, viðskiptabanka ríkisins og annarra fjármálastofnana þess. Auk Seðlabanka Íslands teljast til fjármálastofnana ýmsir þeir aðilar sem taka við innlánum og stofna til skulda, veita lán á almennum markaði eða stunda vátryggingarstarfsemi. Ríkisbankarnir eru Búnaðarbanki Íslands og Landsbanki Íslands. Af öðrum fjármálastofnun ríkisins má nefna Póstgíróstofuna, Samábyrgð Íslands á fiskiskipum og Viðlagatryggingu Íslands.”

Af ofansögðu sýnist glögglega mega ráða að það sé grundvallarskilyrði við flokkun í D-hluta ríkisreiknings að um sé að ræða fjármálastofnanir í eigu ríkisins.

Rétt er að benda á að skv. 1. tölulið 3. gr. skal í A-hluta ríkisreiknings m.a. flokka verðmiðlunar- og verðjöfnunarsjóði, öryggis- og eftirlitsstofnanir og þjónustustofnanir við ríkisaðila sem starfa samkvæmt sérstökum lögum þótt kostnaður af starfsemi þeirra sé ekki greiddur af almennu skattfé. Svofellda skýringu á þessu ákvæði er að finna í athugasemdum við frumvarp til fjárreiðulaga:

“Í undantekningartilvikum er starfsemi aðila A-hluta ekki fjármögnuð af skattfé heldur af þjónustugjöldum og er gjaldskrá þeirra ætlað að standa undir tilkostnaði að fullu. Er hér einkum átt við ríkisstofnanir sem eru starfræktar til að framfylgja ákveðinni lagasetningu eða stefnu stjórnvalda, svo sem um Tryggingaeftirlitið og Brunamálastofnun ríkisins og enn aðrar sem hafa nánast það hlutverk eitt að þjóna öðrum ríkisaðilum, t.d. Ríkiskaup, Lánasýsla ríkisins og húsameistari ríkisins. Með ríkisaðilum er einnig átt við stofnanir eða fyrirtæki sem hafa með höndum starfsemi sem lúta ákvörðunarvaldi stjórnvalda eða eru að hálfu eða meiri hluta í eigu ríkisins, sbr. 2. gr. Hér falla undir m.a. verðmiðlunar- og verðjöfnunarsjóðir og öryggis- og eftirlitsstofnanir.”

Með sama hætti og að því er varðar flokkun í aðra hluta ríkisreiknings er í þessu efni gengið út frá því að um ríkisaðila sé að ræða, sbr. áðurnefnd 2. gr. laganna.

Með lögum nr. 98/1999 um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta var stofnaður sérstakur tryggingasjóður, Tryggingasjóður innstæðueigenda og fjárfesta ses. Í 2. gr. laganna er mælt svo fyrir að sjóðurinn sé sjálfseignarstofnun er starfi í tveimur sjálfstæðum deildum. Í almennum athugasemdum með frumvarpi að ofangreindum lögum er m.a. gerð grein fyrir því að þáverandi Tryggingasjóður viðskiptabanka hafi verið stofnaður 1985 sem ríkisstofnun. Sama ár hafi Tryggingasjóður sparisjóða verið gerður að samtryggingarsjóði í formi sjálfseignarstofnunar. Rétt er að rifja upp að á þeim tíma, sem hér um ræði, voru allir innlendir viðskiptabankar í eigu ríkisins. Í athugasemdum við 2. gr. ofangreinds frumvarps segir svo orðrétt:

“Lagt er til að sjóðurinn verði sjálfseignarstofnun eins og Tryggingasjóður sparisjóða er nú. Tryggingasjóður viðskiptabanka er hins vegar ríkisstofnun. Fram til 1998 voru Landsbanki Íslands og Búnaðarbanki Íslands ríkisbankar og nutu ríkisábyrgðar. Nú eru allir viðskiptabankar hins vegar reknir í formi hlutafélaga og njóta því ekki ríkisábyrgðar. Ekki þykir ástæða til að hinn nýi tryggingasjóður verði rekinn sem ríkisstofnun. Þykir fara best á því að sjóðurinn verði rekinn sem sjálfseignarstofnun, enda kemur þá skýrt fram að aðilar að sjóðnum eiga ekki það fé sem í honum liggur. Sjálfseignarstofnun er einnig vel þekkt rekstrarform þótt það sé reyndar ekki vel skilgreint í lögum.”

Svo sem ráða má af nafngiftinni “sjálfseignarstofnun” þá er þar ekki um félag að ræða. Um réttarstöðu þeirra er þó fjallað í félagarétti enda er við stofnun þeirra og skipulag á margan hátt fylgt svipuðum reglum og gilda um félög. Megineinkenni sjálfseignarstofnana og það sem greinir þær frá félögum er að hvorki stofnendur þeirra og né þeir, sem starfa innan þeirra, eiga hana heldur á hún sig sjálf eins og heiti þessa rekstrarforms ber með sér. Samkvæmt 2. gr. laga nr. 33/1999 um sjálfseignarstofnanir sem stunda atvinnu samkvæmt lögum þessum verður sjálfseignarstofnun til með þeim hætti að reiðufé eða önnur fjárverðmæti eru afhent óafturkallanlega með erfðaskrá, gjöf eða öðrum gerningi til ráðstöfunar í þágu sérgreinds markmiðs, enda fullnægi afhendingin að öðru leyti ákvæðum laganna. Sjálfseignarstofnun fer ein með eignarrétt yfir fjármunum stofnunar og er sjálfstæðri stjórn falin meðferð og ráðstöfun þeirra í samræmi við lögbundin fyrirmæli eða fyrirmæli í stofnskrá eða samþykktum. Um rekstrarformið sjálfseignarstofnun gilda að öðru leyti tilvitnuð lög um sjálfseignarstofnanir er reka atvinnu og eiga þau við starfsemi sjóðsins eftir því sem við á.

Með vísan til þess, sem hér að framan hefur verið rakið, og þá einkum ótvíræðra fyrirmæli 2. gr. laga nr. 98/1999 hefur Ríkisendurskoðun talið rangt að færa sjálfseignarstofnunina Tryggingasjóð innstæðueigenda í D-hluta ríkisreiknings. Af sömu ástæðum var ekki vikið að sjóð þessum og ábyrgðum, sem á honum hvíldu í skýrslu stofnunarinnar um skuldbindandi samninga ráðuneyta og styrkveitingar ríkissjóðs á árinu 2006.

Ríkisendurskoðun tekur jafnframt fram að hún lítur svo á að með innleiðingu á ákvæðum tilskipunar 94/19/EB um innlánatryggingakerfi, sbr. lög um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta nr. 98/1999, hafi stjórnvöld uppfyllt þá skyldu að koma á fót innlánstryggingasjóði þar sem jafnræðis væri gætt um að allir innlánshafar hjá íslenskum viðskiptabönkum njóti sambærilegrar lágmarks tryggingar. Umræddur sjóður er þó hvað sem öðru líður hvorki eign ríkisins né hefur íslenska ríkið heldur samkvæmt lögunum, sem um sjóðinn gilda, borið ábyrgð vegna tapaðra innstæða. Skyldur ríkisins fólust samkvæmt tilskipuninni einungis í því að sjá til þess að umræddum sjóði yrði komið á fót í samræmi við ákvæði EES. Ekkert þykir enn hafa komið í ljós, sem bendir sérstaklega til þess að íslensk stjórnvöld hafi með einhverjum hætti vanrækt skuldbindingar sínar við að koma á viðhlýtandi tryggingasjóði né vanrækt skuldbindingar um að gæta þess að innlánsstofnanir greiði í sjóðinn með þeim hætti, sem tilskipunin og löggjöfin kveða á um.

Loks skal tekið fram að stofnuninni er ókunnugt um að annars staðar í íslenskri löggjöf sé að finna bein fyrirmæli um að ríkið beri ábyrgð á innstæðum erlendra innlánseiganda sem „hafa verið að falla á ríkissjóð“ eins og segir í bréfi nefndarinnar. Af þeim sökum hefur hún við endurskoðun ríkisreiknings ekki gert athugasemdir í þá veru að láðst hafi að geta ábyrgða að þessu tagi. Eins og kunnugt er skal A-hluti ríkisreiknings geyma slíkar upplýsingar, sbr. d. liður 2. töluliðar b. liðar 8. gr. fjárreiðulaga.

Kveðja

ÞJ

Þ.Jónsson, 1.7.2009 kl. 16:30

31 Smámynd: Júlíus Björnsson

Eftir sem áður þá óska ég eftir því að verðtrygging verði afnumin - hvernig svo sem við útfærum það. Hún er óréttlát.

Dæmi um óréttláta verðtryggingu. Tökum íslenska einokunar  formið samkvæmt lögum: Neysluverðsverðtrygging[arvextir]. Kemur á Íslandi í stað íbúðaversverðtryggingavaxta.  Neysluverðsverðtryggingarvextirnir voru nú síðast um 12,4 % [kallast hér verðbótaþáttur] séu föstuvextirnir 5,5% jafngildir það því að breytilegir fasteignaveðsverðsvextir  séu 17,9%

Á Íslandi er þetta klippt í tvennt af sýnilegum ástæðum þetta er hrikaleg prósentutala.

Best er að krefjast Mortgage loan rate það er fasteignveðsverðtryggingarvaxta sem taka mið af veðandlaginu eða íbúðafasteignavístölum.  Þær eru búnar að vera neikvæðar síðustu mánuði og taka ekki neikvæð gildi heldu lágmarksgild 0,5 eð 1%.

Ef hér væru breytilegir verðtryggingar vextir miðað við íbúðaverðsþróun á heimamarkaði eins og í öllum hinum vestræna heimi þá væru þeir um 1%.  

Skipta yfir í hefðbundið viðmið: verðþróun fasteignverðs:   fasteignavísitala sé notuð til grundvallar öllum verðtryggðum íbúðalánum [ af fyrstu íbúð til að byrja með ]  .

Breytilegir fasteignaverðtryggingavextir =

 fastir vextir 2% + fasteignverðsvaxtaleiðrétting mánaðarins.

Sé leiðréttingin neikvæð skulu samt breytilegir aldrei fara niður fyrir 1% [eða 0,5%]

Rök. 

Íslendingar búi við sömu verðtryggingu eða verðtryggingargrunn  og allar vestrænar þjóðir. 

Heimilin á heimamarkaði fara aldrei á hausinn ef grunnurinn er réttur og greiðslu erfiðleikar verða hverfandi. Íslendinga greiða svipað á ári og allur almenningur vestræna ríkja af Motgage láninu. Það eru 45 % af afborgunum sem gilda nú.  

Afnema verðtryggingu er órökrétt og rangt.

Afnema notkun neysluverðsverðtryggingar í stað alþjóða fasteignaverðsverðtryggingar.  

Rétt verðtrygging.  er málið. Gera eins og allar aðrar skynsamar þjóðir.

Góður tónn hjá þér á þingi í dag, Valgeir?

Júlíus Björnsson, 2.7.2009 kl. 19:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband